Börn og menning - 01.05.1999, Síða 10
BÖRN 06 aaENN|N6
Sigurþór Albert Heimisson:
Heímsókn í leíkhús0
Undanfarin fjögur ár hefur Grunnskólum Reykjavíkur verið boðið að senda nemendur í
heimsókn í Borgarleikhúsið. Þessum heimsóknum er œtlað að kynna hinn einstœða heim
leikhússins og það fjölbreytta starfsem þarferfram. Nemendur fá innsýn í starf leikara og
dansara ogfræðslu um hversu margt þarfað koma til svo ein leiksýning komist áfjalirnar.
Hver bekkur kemur tvisvar sinnum á jafn mörgum skólaárum.
Fyrri heimsóknin
í fyrri heimsókninni fara nemendurnir í ferðalag um
völundarhús leikhússins. A sama degi koma tveir
bekkir, um það bil 50 nemendur. Þeir fá stutta fræðslu
um sögu Leikfélags Reykjavíkur og Islenska dans-
flokksins, og kynningu á því hvað má og má ekki í
leikhúsi. Síðan fara þeir í fylgd einhverrar ævintýra-
persónu á bakvið sviðið. í þessari ferð fá nemendumir
að koma inn á svæði sem venjulegir leikhúsgestir sjá
yfirleitt aldrei. Þeir skoða baksviðið og hliðarsviðin,
sjá hvar leikmyndirnar em smíðaðar inni á smíða-
verkstæði og hvemig þær eru síðan málaðar í málara-
salnum og hvar þær em geymdar á milli sýninga.
Nemendumir fara líka niður í kjallarann þar sem
leikmunagerðin er til húsa og sjá hvemig þeir sem þar
starfa þurfa að útbúa ótrúlegustu hluti sem nota þarf í
leiksýningum. Þaðan liggur leiðin inn á saumastofuna
þar sem saumakonumar búa til búningana sem leikarar
og dansarar klæðast á sýningum. Þar kennir margra
grasa. Það þarf að búa til búninga fyrir fjölbreyttar
persónur leikbókmenntanna. Ræningjabúning fyrir
Ronju, sjóræningjabúning fyrir pabba Línu, ljónsbún-
ing fyrir OZ, brúðukjól fyrir Coppelíu og skikkjur fyrir
kónga og drottningar.
Þessu næst er haldið upp á þriðju hæð þar sem
matsalur leikhússins er og allir fá sér nesti. Eftir
fjömgar umræður og á mettan maga er hópnum skipt
eftir bekkjum. Annar bekkurinn fer með leikara og
fræðist um starf leikarans.
Börnin og leikarinn ræða hvað
þarf til að ein leiksýning komist
á svið. Hversu lengi leikararnir
æfa áður en fmmsýnt er og þar
fram eftir götunum. Hver
nemandi fær síðan að prófa.
Þau koma bak við skilrúm til
leikarans og fá þar hárkollu og
höfuðfat og læra eina setningu
sem þau eiga að segja í
hlutverki viðkomandi persónu.
Eitt fær lögguhúfu og segir:
„Komdu strax niður af þakinu
Lína Langsokkur“. Annað fær
síða svarta hárkollu og indíána-
fjöður og segir: „Ég elska John
Smith“ o.s.frv. Að sjá bekkjar-
félagana, að ekki sé talað um
kennarann, reyna sig þannig í
hlutverkunum vekur ómælda
kátínu.
8