Börn og menning - 01.05.1999, Qupperneq 12

Börn og menning - 01.05.1999, Qupperneq 12
BÖRN oC mENN|N6 Dóra Hafsteinsdóttir: Tengsl Þjóðleíkhússíns víðskóU Heimsóknir skóla- og leikskólanemenda eru ört vaxandi þáttur í kynningarstarfsemi Þjóðleikhússins. Algengt er að tekið sé á móti að minnsta kosti tveimur slíkum hópum á viku. Þrír starfsmenn hússins skiptast á að taka á móti hópunum og leiða þá um húsið, fræða þá um sögu þess og alla starfsemi. Þrír starfsmenn hússins skiptast á að taka á móti hópunum og leiða þá um húsið, fræða þá um sögu þess og alla starfsemi. Oft fá þeir að fylgjast með æfíngum um stund eða hitta leikara hússins sem spjalla við þá um eðli starfsins og leiklistamámið. Einnig er mjög algengt að nemendur komi í Þjóðleikhúsið í starfskynningu frá einum upp í sjö daga og fá þar með betri innsýn inn í starfsemi hinna ýmsu deilda. Þegar bamasýningar em settar upp, eða aðrar þær sýningar sem teljast vel við hæfi bama, sendir kynn- ingardeild hússins gjaman út ýmislegt ítarefni til kennara sem nýtist þeim vel til undirbúnings ef leik- húsferð með bekkinn er á döfinni. Sem dæmi má nefna að við uppsetningu á Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren var sett upp sérstök dagskrá í samvinnu við Norræna húsið og önnur í samvinnu við Borgarbókasafnið þar sem kennarar komu með nemendur sína og fengu að kynnast verkinu frá ýmsum hliðum og spyrja aðstandendur sýningar- innar spjömnum úr. Kennaramir unnu svo áfram með nemendum og nýttu sér ýmsar uppástungur um verkefni sem leikhúsið lét þeim í té. Einnig var hleypt af stokkunum teiknisamkeppni gmnnskóla- bama í tengslum við sýninguna og verðlaunaverkin sýnd á kaffihúsinu Súfistanum. I gegnum tíðina hefur Þjóðleikhúsið farið út í skólana með svokallaðar skólasýningar, það er sýningar sem eru sérstaklega vel til þess fallnar að kynna leiklistina fyrir ungu fólki. Dæmi um þess konar sýningu er Næturgalinn en hún var samin sérstaklega til kynningar í skólum og var sýnd í allflestum skólum landsins. Einnig er farið í skólaheimsóknir með brot úr ýmsum verkum til kynningar. Miðaverð í Þjóðleikhúsið fyrir börn upp að 16 ára aldri er kr. 1300 (alm. verð kr. 1900). Framhaldsskólanemar fá sama afslátt gegn framvísun skóla- skírteinis. Greinarhöfundur er kynningarfulltrúi Þjóðleikhússins. Nœturgalinn 1990-1991. Ljósm. Grímur Bjarnason 10

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.