Börn og menning - 01.05.1999, Síða 14

Börn og menning - 01.05.1999, Síða 14
BÖRN oc mENN|N6 Guðlaug Erla Gunnarsdóttir: Leíldíst á stundatöfiu grunnskóUnema Þessi grein er skrifuð í kjölfar erindis sem ég hélt íNorræna húsinu í október síðastliðinn á ráðstefnu um barnamenningu. Erindið var um reynslu mína af leiklistarstarfi í grunnskólanum með börnum og unglingum. Eftir að ég lauk prófi við Kennaraháskóla íslands nam ég leikræna tjáningu og leiklist í Noregi. Að náminu loknu hafði ég hug á að nýta mér þekk- inguna við grunnskóla hér á landi. Fljótlega komst ég að því að enginn skóli var með leiklist á stunda- töflu sinni. Reyndar er Háteigsskóli undanskilinn en þar hefur leiklistin verið í hávegum höfð undir faglegri leiðsögn Önnu Jeppesen. I byrjun réð ég mig í almenna kennslu og tók að mér nokkur leiklistarnámskeið á vegum Iþrótta- og tómstunda- ráðs Reykjavíkur (ITR). Grunnskólarnir í Reykja- vík bjóða upp á tómstundanámskeið sem eru skipulögð á vegum ÍTR. Námskeiðin standa yfir- leitt til boða í átta vikur á haustönn og átta vikur á vorönn. Þeir sem leiðbeina á þessum námskeiðum eru ekki allir kennaramenntaðir og oftast ekki í neinum tengslum við skólastarfið. Einnig eru lítil tengsl innbyrðis á milli þeirra aðila sem leiðbeina á þessum námskeiðum. Þetta er mjög bagalegt þar sem leiðbeinendur verða gjarnan faglega einangr- aðir. Þetta gerir það líka að verkum að lítil þróun verður í starfinu. Leiðbeinendur eru oft leikarar sem stefna annað og vinna þetta starf í hjáverkum. Að mínu mati þarf að bæta úr þessu með betra skipulagi og markvissari vinnubrögðum. Fyrir þremur árum hafði skólastjórinn í Alfta- mýrarskóla samband við mig og lýsti yfir áhuga á að setja leiklist á stundatöflu hjá nemendum. Mér leist vel á að taka þátt í þeirri vinnu og var ákveðið að nemendur í 2. bekk fengju að leggja stund á leiklist einn tíma á viku. Náin samvinna var milli mín og umsjónarkennara bekkjanna og skipu- lögðum við tímana út frá þeim viðfangsefnum sem nemendur voru að fást við hverju sinni í skólanum. Starfið gekk svo vel að ákveðið var að koma leiklistinni inn í stundatöflu hjá öllum nemendum. Markmiðið var að leiklistartímamir byrjuðu hjá 2. árgangi og héldu síðan áfram upp í efri bekkjar- deildirnar. Þegar ég flutti frá Reykjavík haustið þar 12

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.