Börn og menning - 01.05.1999, Side 15

Börn og menning - 01.05.1999, Side 15
BÖRN OG mENN|N6 á eftir þótti mér leitt að geta ekki haldið þessari þróunarvinnu áfram. En sem betur fer hefur þessu starfi verið haldið áfram og eru nemendur í 1.-4. bekk nú í föstum leiklistartímum og stefnan er sú að þeir fái fasta tíma upp í 10. bekk. Áður en ég byrjaði að kenna við Andakílsskóla (grunnskólann á Hvanneyri) skýrði ég þáverandi skólastjóra frá áhuga mínum á leiklist og skóla- starfi. Tók hann vel í að setja fasta leiklistartíma á stundatöflu hjá nemendum. Nemendur í 1.-5. bekk fengu einn tíma á viku en 6.-7. bekkur tvo tíma og þannig er það enn. í þessum skóla hefur verið mikill áhugi á leiklist og leikrænni tjáningu í mörg ár þó svo að ekki hafi áður verið fastir tímar á stundatöflu. Lögð hefur verið áhersla á að allir taki þátt í því sem sett er upp á skemmtunum skólans en ekki bara fáir útvaldir. í litlum skóla eins og Andakílsskóla kynnast kennarar öllum nemendum nokkuð vel og hef ég haft gott tækifæri til að fylgjast með hvaða gagn þeir hafa af leiklist og leikrænni tjáningu. Þarna finnst öllum sjálfsagt að taka þátt í því sem verið er að vinna að í leiklistinni og heyrir til undantekn- ingar ef einhver miklar fyrir sér að tjá sig frammi fyrir hópnum eða að koma fram fyrir áhorfendur. í öllum skólum er að finna börn með ýmis konar félagsleg vandamál. Þeim reynist oft erfitt að taka tillit til hópsins og hafa ekki nægan þroska til þess að setja sig í spor annarra. Leiklistarstarfið er stöðug þjálfun í því að geta unnið í hópi og reynir mjög á félagsleg samskipti. Til þess að starfið gangi vel verða allir að leggja sig fram og sýna tillitssemi. í leiklistinni eru nemendur stöðugt að glíma við ímyndaðan heim og læra fljótt að ef það á að vera gaman verða allir að vinna saman. Vitanlega koma upp átök af og til en það eru einmitt þau sem við lærum af. Hvaða tækifærihafaíslenskbörn tilaðkynnast leiklistarstarfi? í Reykjavík eru eftirfarandi möguleikar í boði í leikrænni tjáningu og leiklist: - Áðurnefnd námskeið á vegum ÍTR. Láir skólar bjóða öllum árgöngum upp á leiklistarnámskeið og sumir bara unglingastiginu. Einnig er fjöldi þátttakenda á námskeiðin oft takmarkaður þannig að ekki komast allir að sem vilja. - í Kramhúsinu eru leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga. - Nokkur leikfélög eru með unglingastarf og námskeið fyrir börn. - Láeinir skólar bjóða upp á leiklist sem valgrein í 10. bekk. - Eitthvað hefur verið um sumamámskeið, td. í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. - Háteigsskóli er með markvissa kennslu í leiklist og leikrænni tjáningu. Leiklistarkennari fær fasta tíma á viku til þess að aðstoða kennara við þessa vinnu. Þar með er það upptalið. Ljóst er að lands- byggðin er mun verr sett en Reykjavíkursvæðið hvað þetta varðar. Að mínu mati er síður en svo nægilegt að áhugasamir komist eingöngu á utanað- komandi leiklistarnámskeið. Leiklistætti að vera á stundatöflu hjá öllum grunnskólanemendum Böm sem sækja leiklistamámskeiðin em yfirleitt þau sem þora að tjá sig og em óþvinguð og fijálsleg. Hvað með feimnu bömin sem aldrei koma á nám- skeiðin og eru alveg örugglega ekki valin í árshátíðaruppsetninguna eða í jólaleikritið? Eiga þau eitthvert erindi í leikræna tjáningu eða leiklist? Já, það eru einmitt þessi börn sem mest gagn myndu hafa af leiklistarstarfinu. Það á að vera stór þáttur í skólastarfinu að læra að tjá sig óþvingað í hópnum. Það væri gjöfult veganesti ef unnið væri markvisst að því að böm fengju þjálfun í að koma 13

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.