Börn og menning - 01.05.1999, Side 24
BÖRN oc MENN|N6
Dóttir mín tíu ára fékk á tilfinninguna að í lokin
hrifi Jónatan Snúð hurtfrá því sem hann hafði
verið að bíða eftir. Þrátt fyrir að hið góða hefði
sigrað hið illa og að manndómsvígslu Snúðs vœri
lokið, léti hann samt í minni pokann með því að
fyrirfara sér með bróður sínum.
Þetta er umhugsunarvert en mér finnst ekki að þeir
séu að fyrirfara sér, heldur að stökkva inn í annan
heim. Mér finnst í raun og veru að þeir séu ekki að
drepa sig heldur að stökkva til að lifa.
Þœr leikgerðir sem leggja ekki áherslu á hlið-
stœður þessara tveggja heima lenda kannski
frekar í vandrœðum með túlkunina á verkinu ef
engin tengsl eru á milli heimanna?
Það er eðlilegast fyrir mér að vinna með þessi
tengsl því ég er svo lítill spíritisti í mér og svo
mikill existensíalisti - að fyrir mér er allt leikritið
að gerast á dauðastundinni. Snúður deyr raunveru-
lega heima hjá sér. Samt reyni ég að halda því opnu
að fólk sjái það fyrir sér að hann fari til Nangíjala.
En það er svo ótrúlegt að enda leikrit fyrir börn
og unglinga á svona senu þar sem er bara kyrrð;
orustan er nýafstaðin og síðan kemur róleg sena
þar sem bræðurnir tala saman og reyna að gera sér
grein fyrir ástandinu og ég var mjög hræddur um
að hún myndi ekki halda börnunum. Mér hefur
heyrst að það sé aðeins kliður í byrjun, því Katla er
nýbúin að vera á sviðinu, það þarf að tala um
Kötludæmið, en stuttu síðar færist ró yfir. Enda er
þetta ekki sýning fyrir allra yngstu börnin, hún er
ekki þannig. Af hverju þurfa sýningar að vera jafnt
fyrir þriggja og tólf ára börn? Ef Bróðir minn
Ljónshjarta hefði þjónað yngsta aldurshópnum
Úr Bróður mínum Ljónshjarta
Ljósm. Grímur Bjarncison
hefði ég þurft að slá ýmislegt af sem mér fannst
ekki rétt. Þú myndir ekki bjóða þeim upp á sömu
bækur, af hverju þarf þá að bjóða þeim upp á sömu
leiksýningar? Af hverju þarf endilega að gera það
svoleiðis? - Þetta er líka strákasýning!
Já?!
Já, mig langaði til að hafa þetta svona stráka-
sýningu, ekkert væmið.
Vildirðu ekki vœmna stelpusýningu??!
Mér finnst Bróðir minn Ljónshjarta vera strákabók
og þess vegna vildi ég gera strákasýningu, — segir
Viðar og ygglir sig. Hermenn og drekar!!
Drekinn sést nú ekki mikið en í staðinn koma
hljóð, reykur og eldglœringar...
Partur af leikhúsinu er að koma ímyndunaraflinu af
stað, eflaust eru bækur og útvarpsleikritin best í
því, maður heyrir bara og verður að sjá fyrir sér.
Þótt leikhúsið sýni það sem gerist, þá er það líka
undirorpið því lögmáli að magna upp, við megum
aldrei sýna allt, það verður eitthvað að vera eftir
því við getum ekki keppt við ímyndunaraflið...
fyrir svo utan það að drekar eru í alvörunni litlir.
Sonur hennar Elínar Eddu leikmynda- og
búningahönnuðar upplýsti okkur um þetta og það
hefði ekki verið gott ef lítill dreki hefði komið
vappandi inn á sviðið!
Astrid Lindgren virðist óhrœdd við að spila á
allan tilfinningaskalann í bókum sínum. Hún er
ekkert að hlífa ungum lesendum.
Nei, hún fer niður í dýpstu sorg og æðstu gleði. Það
var okkar útgangspunktur þegar við vorum að
vinna sýninguna að hlífa ekki og fela ekki, að fara
alla leið. Við brýndum það mjög fyrir leikurunum
að koma sér ekki upp einhverjum bamaleikritastíl.
Hvers konar stíll er nú það?
Það er svolítið eins og Thorbjörn Egner, svona
lokasöngur og allir voða glaðir. En Bræðurnir
Ljónshjarta er alvöruverk fyrir alvöruböm. Það er
það sem við hugsuðum um og töluðum um við
leikarana. Sorglegu kaflarnir eru sorglegir og
skemmtilegu kaflarnir eru skemmtilegir. Við
fylgjum bókinni einfaldlega eftir.
Sú umbreyting sem á sér stað frá einu listformi
yfir í annað er samt alltaf erfið. I þessu tilviki frá
bók yfir í leikrit. Sögumaður er kjami bókar, en ef
hann er settur fram í leikriti ertu bara með
22