Börn og menning - 01.05.1999, Page 25

Börn og menning - 01.05.1999, Page 25
BÖRN 06 /AENN|N6 sögustund á bókasafninu! Sérkenni leikhússins er að þar segir atburðarásin þér söguna. í Bróður mínum Ljónshjarta er Snúður sögumaðurinn. Einn áhrifamesti þáttur bókarinnar er frásagnarmáti Snúðs, sem er alveg frábærlega skrifaður. í leikritinu reynum við að fylgja Snúði alltaf eftir, hann er lykill okkar að atburðunum, við sjáum þá með hans augum án þess að hann lýsi þeim fyrir okkur eða segi okkur hvemig við eigum að sjá þá. Snúður er makalaus sögumaður og mér fannst svo mikilvægt að leikarinn væri bam. I flestum sýn- ingum sem ég veit um í þessari uppfærslu eru fullorðnir leikarar í hlutverki Snúðs. Og þetta var ein af þeim grundvallarspurningum sem við þurftum að glíma við; eigum við að hafa fullorðinn leikara eða bam? Mér fannst Snúður verða að vera þessi umkomulausi innan um aðra stærri leikara og á þann hátt væri túlkunin á sögu- manninum sanngjöm. Nú veit Snúður að hann er dauðvona og sú vitneskja er eins konar rammi sögunnar. Þessi bók hefur verið notuð til að hjálpa dauðvona börnum á sjúkrahúsum í Svíþjóð. Það er mjög algengt þegar verið er að skrifa dánar- tilkynningar um börn í Svíþjóð að vitna í söguna og tala um Nangíjala. Dauðinn er auðvitað ótrúlegt umfjöllunarefni í barnabók. En þetta er ekki einföld saga því það er líka hægt að líta á hana frá pólitísku sjónarhorni. Þegar bókin kom út var Berlínarmúrinn til dæmis enn til staðar og kallast á við múrinn umhverfis Þyrnirósadal. Þannig tekur sagan á ýmsum þáttum úr veru- leikanum sem eru venjulega ekki til umfjöllunar í barnabókum. Er Bróðir minn Ljónshjarta fyrsta leiksýningin þín œtluð börnum? Nei, nei, ég setti upp Emil í Kattholti í Hafnarfirði, en fyrsta barnasýningin sem ég setti upp var Fúsi froskagleypir eftir Kirkegaard. Aftur á móti er þetta í fyrsta sinn sem ég set upp bamasýningu í Þjóðleikhúsinu og reyndar í fyrsta skipti sem ég set upp sýningu á stóra sviðinu þar. Þegar þú ert að setja upp sýningu fyrir börn, eru forsendurnar öðruvísi en fyrir fullorðna? Ég var mjög stoltur og montinn þegar ég var beðinn um að setja upp Ljónshjarta. Það hefði varla verið hægt að bjóða mér betra verk. Með þessari sýningu ætlaði ég mér ekki að setja upp raunverulega barnasýningu, það er að segja ekki bamalega bamasýningu. Það getur vel verið að í undirmeðvitundinni hafi maður aðrar forsendur, enda er eðli verkanna oft annað. En sem leikhúsmaður reyni ég fyrst og fremst að setja upp sýningu sem misbýður manni ekki vitsmunalega; ég held að það eigi aldrei að fara niður fyrir sína vitsmuni, maður verður alltaf að miða börnin við sjálfan sig. Barnasýningar eru oft mun stílfærðari og kátlegri en full- orðinsverk, persónurnar eru til dæmis öðruvísi, en það er líka á stundum svo kærkomið að fá að vinna með liti og meiri stíl. Maður teiknar stærra og stíl- færir meira í barnasýningum en er það nokkuð verra? - Ef maður er trúr kjarna verksins? En svo er það aftur á móti spurning hvers konar verk eru valin fyrir börn og af hverju verða sum verk fyrir börn vinsælli en önnur? Hvernig verk eru valin fyrir börn? Ég held að við eigum við þann ramma reip að draga í leikhúsi að þeir sem raunverulega velja sýningar fyrir böm eru foreldrar. Börnin hafa í fæstum tilvikum úrslitaáhrif á það hvenær þau fara í leikhús. Það er varla tilviljun að verk á borð við Dýrin í Hálsaskógi og Kardimommubæinn, svona kassastykki fyrir börn, eru alltaf sýnd öðru hvoru. Það er ekkert endilega af því þau em betri en önnur verk, það er vegna þess að foreldramir vilja sjálfir sjá þau. Það eru þeir sem hafa einhverja hugmynd um hvers konar verk er um að ræða, þeir hafa séð þau í bemsku og vilja sjá þau aftur. En erþað ekki vegna þess að foreldrunum hefur ekki verið boðið upp á neitt annað íbernsku? Það hafa alltaf öðru hvom verið gerðar tilraunir til að setja upp óhefðbundnari sýningar eins og nú nýverið Litla Kláus og stóra Kláus og Yndisfríði. Þar var öðravísi meðhöndlun reynd á verkunum, Dauðinn er auðvitað ótrúlegt umfjöllunarefni í barnabók. En þetta er ekki einföld saga þvíþað er líka hægt að líta á hana frá pólitísku sjónarhorni.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.