Börn og menning - 01.05.1999, Síða 27

Börn og menning - 01.05.1999, Síða 27
BÖRN 06 /v\ENN|N6 gleyma því. Leikhúsfólkið okkar eru heilmiklir fagmenn sem kunna til verka en stundum finnst manni verkin sjálf helst til hol að innan. Það má þá líka velta þvífyrir sér hvað það er sem fær krakkana til að koma aftur í leikhús. í minningunni er skrautsýningin mjög flott en hvetur hún börn og unglinga til að koma aftur? Þær hvetja þau til að sjá aðra skrautsýningu þar sem umbúðimar em oftast merkilegri en innihaldið. Öll metnaðarfull list sem börnum og unglingum er boðið upp á hlýtur að vekja með þeim spurningar og þau kynnu til dœmis að leita svara í öðrum verkum eftir sama höfund. Þannig yrðu þau vœntanlega kröfuharðari og betur búin undir efni og efnistök afýmsu tagi... Þegar við emm að byrja að vinna með bamaefni hneigist fólk stundum til að gera allt í þessum barna- leikritastíl, allt á að vera frekar hjá- kátlegt, skrítið og stórt, eða lítið og sætt. En þessi nálgun er oft svo röng, við eigum að reyna að nálgast bama- efnið á hlutlausan hátt í byrjun rétt eins og við ættum að gera við allt annað efni, ekki gefa því fyrirfram stimpilinn gamanleikur, drama, harmleikur, heldur að reyna að leika þessar manneskjur af holdi og blóði og smám saman verður efnið fyndið, sorglegt eða hvaða yfirbragð sem leiktúlkunin velur sér. Þetta reyndum við einmitt með Ljónshjarta, að koma að verkinu á hlutlausan hátt, líkt og óskrifuðu blaði. Bamaleikritastfllinn hefur fest við ákveðnar sýningar, Kardimommubærinn er til dæmis oftast nær leikinn í þessum stfl, þetta er hans stfll og þeir sem hafa vogað sér að fara út fyrir hann í leikritum Thorbjöms Egner hafa fengið bágt fyrir. Til dæmis voru margir ósáttir við leikmyndina í seinustu uppfærslu á Dýrunum í Hálsaskógi. Vantarþá fjölbreytileikann ísýningarfyrir börn? Já, það verður auðvitað að sýna allt litrófið og hvorki við né þeir sem kaupa leikhúsmiða handa börnunum megum einblína á sýningar sem eru „fyrirfram gefnar“, ef svo má segja. Er það illa séð í leikhúsum ef fullorðnir taka börn með sér á sýningar sem eru œtlaðar fullorðnum? Nei, nema það sé eitthvað í sýningunni sem bein- línis misbýður bömum á einhvem hátt. En á öðmm sýningum söknum við þess oft að hafa ekki böm í salnum með foreldrum sínum og þau börn sem hafa fengið slflct uppeldi hafa orðið dyggir leikhúsgestir fullorðin. Mér finnst það tvímælalaust og stundum hafa leikhús reynt að örva aðsókn barna með því að veita þeim ókeypis aðgang með fullorðnum. Er það þannig núna í stœrri leikhúsunum? Ég veit að það hafa verið gerðar tilraunir í því augnamiði. Þegar ég var leikhússtjóri á Akureyri vomm við með bamasýningu og mér fannst mikið atriði að fá fullorðna með börnunum, ekki að þau kæmu ein í leikhúsið og því höfðum við frítt fyrir foreldrana. Það hlýtur að vera æskilegt að börn fari með full- orðnum á sýningar og það er alveg ótrúlegt hvað börn skilja mikið, þótt þau skilji ekki fullkomnlega hvert einasta orð. Það hlýtur líka að vera svo margt annað í leikriti en textinn sem örvar skilning barna og unglinga. Kveikjan að því að ég sjálfur valdi mér leikhús að starfsvettvangi var sú að þegar ég var um það bil ellefu eða tólf ára sá ég leiksýningu sem ég held að sé alls ekki gerð sérstaklega fyrir böm. Það voru tveir einþáttungar, annar eftir Odd Björnsson, Jóðlíf þar sem segir frá tveimur jóðum í móður- kviði sem em að rífast um það hvort til sé annað líf eða ekki og hinn eftir Samuel Beckett. Hann kallast Síðasta segulband Krapps og er einleikur fyrir einn leikara og segulband. Verkin eru bæði mjög absúrd en þótt þessi sýning væri einföld í sjálfu sér gaf hún hugmyndafluginu lausan tauminn og ég held að öllum ellefu ára börnum hefði þótt hún skemmtileg. Hvernig heldurðu að leiklistarflóran á íslandi henti unglingum; það er að vísu erjitt að greina hvenœr maður er barn og hvenœr maður er unglingur eða fullorðinn og kannski hœttulegt að setja þartilgerðan merkimiða á fólk. En það er kannski þessi hópur frá tólf upp í sextán ára sem kemur minnst í leikhús. Hvað heldur þú um það? [fólk hneigist] stundum til að gera allt í þessum barnaleikritastíl, allt á að vera frekar hjákátlegt, skrítið og stórt, eða lítið og sætt. 25

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.