Börn og menning - 01.05.1999, Side 28

Börn og menning - 01.05.1999, Side 28
BÖRN OC mENN|N6 Ég býst við að þau fari á verk eins og Grease. En það er kannski minnst sem beinlínis höfðar til þeirra. í gamla daga var til dæmis leikhópur á vegum Alþýðuleikhússins sem hét Pæld’íðí hópur- inn, hann byrjaði með frægri sýningu sem hét Pœld’íðí og var unglingaverk um kynfræðslu. Möguleikhúsið hefur kannski meira einbeitt sér að yngri aldurshópum. Að vísu voru þau með stykki fyrir eldri krakka sem fjallaði um sjálfsvíg. Ég er orðinn leiður á að sjá sýningar sem eru að mestu fræðslusýningar. Þær verða allt of oft eins og framlenging á félagsfræðitímanum. Er leikhúsfólk meðvitað um þennan aldurshóp sem kemur minnst í leikhús? Frá tólf upp ísextán ára? Jú, fólk hugsar um hann en kannski ekki nógu markvisst. En ég man eftir því að það var mikið um unglinga í leikhúsum í gamla daga ... En þá blómstraði líka félagslega raunsœið... Já, einmitt, en hvað eru þá unglingasýningar sem eru ekki á félagslegu nótunum? Fullorðins sýningar? Einmitt. Og hvaða fullorðins sýningar höfða til unglinga? Það œttu að vera flestallar sýningar. Já, en hvernig fáum við fullorðið fólk til að samþykkja það? Ég sé að Viðar er að sigla upp í annað eins samtal og við erum búin að eiga hér en verð því miður að láta staðar numið. Þó brennur ein spurning á mér í lokin: Viðar, afhverju setur EGG-leikhúsið ekki upp sýningu á einhverju verki heimsbók- menntanna fyrir börn og unglinga? Já, það væri alveg hugmynd. Kannski það sé bara næst á dagskrá, — svarar Viðar einbeittur og kankvís í senn, auðsjáanlega til í að velta þessari hugmynd frekar fyrir sér. Kristín Birgisdóttir Úr Bróður mínum Ljónshjarta Ljósm. Grímur Bjarnason 26

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.