Börn og menning - 01.05.1999, Síða 30
BöRN 06 /v\ENN[N6
framhaldi af því virtist eiga vel við að tengjast jafnvel
enn yngri íbúum hverfisins.
Taglið hennar Stefaníu
Bókin sem við völdum heitir Stephanie’s Ponytail
(New York: Annick, 1996) eða Taglið hennar
Stefaníu eftir Robert Munsch, hinn þekkta kanadíska
barnabókahöfund. Bókin hafði ekki verið þýdd á
íslensku svo þýðing hennar var fyrsta skrefið í
ferlinu. Sjálf sá ég um grunnþýðinguna en krakk-
arnir lögðu fram sinn skerf síðar.
Það er auðvelt að færa bækur Munsch í leik-
búning. í flestum þeirra er mikið um beina ræðu og
endurtekningar, þær eru fyndnar og böm virðast hafa
mikið yndi af þeim. Þetta á sérstaklega við Taglið
hennar Stefaníu. Það skiptir í raun engu máli hve
margir leikaramir eru, því það er hægt að fjölga eða
fækka bekkjarfélögum Stefaníu eftir þörfum. Leik-
munir em örfáir; stóll, hárbursti og skólataska. Sippu-
band, blóm og spegill öðlast líf í gegnum látbragð og
leikritið er hægt að sýna í hvaða rými sem er.
Taglið hennar Stefaníu er um sjálfstæða litla stúlku
sem vill hafa öðruvísi hárgreiðslu en bekkjarfélagar
hennar. Þegar hún kemur í skólann með tagl, hrópa
hinir krakkamir: „Ljótt, ljótt ofboðslega ljótt“ og hún
„Ai, mamma, ég er svo hársár. “
svarar: „Þetta er mitt tagl og mér finnst það flott.“
Næsta dag þegar hún kemur í skólann eru allir
krakkamir með alveg eins hárgreiðslu og hún. Hún
skammar krakkana og kallar þá algjörar hermikrákur.
Sagan er byggð á endurtekningum. Stefanía biður
mömmu sína að setja taglið á sífellt nýja staði á
höfði sér, krakkarnir hrópa að henni, en daginn eftir
eru þeir allir komnir með alveg eins hárgreiðslu og
hún. Eftir að hafa fært taglið um allt höfuðið og
jafnvel látið það hanga fyrir andlitinu, breytir hún
loks mynstrinu með því að hóta að raka af sér allt
hárið. Næsta dag kemur Stefanía í skólann með
hefðbundna taglið sem hún byrjaði með en allir
aðrir, nemendur og kennarinn, eru nauðasköllóttir.
Hermikrákurnar verða ofsareiðar og elta Stefaníu
um alla skólalóðina.
Þegar búið var að þýða söguna vom þrír nemendur
valdir í hlutverk sögumanns, móðurinnar og Stefaníu.
Hinir tíu léku bekkjarfélaga Stefaníu. Síðan hófst
skapandi framlag nemenda fyrir alvöm. Mörgu var
breytt og mörgu bætt við upprunalegu þýðingu
bókarinnar.
Trelsi ogabyrgð
Nemendur þurftu sjálfir að bera ábyrgð á hönnun
búninga og túlkun textans. Þegar Stefanía kom í
skólann með nýja hárgreiðslu þurftu nemendur að
semja neikvæðar setningar til að segja við hana. Þeir
sögðu meðal annars: „Eg hef aldrei séð svona Ijóta
hárgreiðslu, oj! kann mamma þín ekki að greiða þér,
þú ert ótrúlega hallærisleg og púúúkóóó!“ Þegar tagl
Stefaníu var alveg eins og þeirra áttu þeir að segja
eitthvað jákvætt. Þeir sögðu: „O, Stefanía, við emm
alveg eins og tvíburar, æææði!“ og „erum við ekki
sæt svona?“
í persónusköpuninni studdust nemendur við
myndskreytingar bókarinnar og allt í einu, eins og í
ævintýri, byrjaði leikritið að taka á sig mynd.
Leikararnir birtust í smekkbuxum, með derhúfur og
ein leikkonan dró á eftir sér eldgamlan bangsa sem
hún knúsaði við og við. Hávaxni granni leikarinn
breytti líkamsburði sínum og varð að bráðfyndnum
sex ára strák, aðrir bomðu í nefið eða störðu út í
loftið. Meðalaldur þeirra sem stóðu á sviðinu hafði á
svipstundu lækkað um tíu ár.
Eitt af því sem olli okkur vandræðum var hvemig
við ættum að sýna mismunandi staðsetningu tagl-
anna og nauðrökuð höfuð. Nemendur leystu þetta
vandamál með gömlum sokkabuxum og gami. Þeir
bjuggu til tögl úr garninu sem þeir festu á sokka-
buxurnar. Sokkabuxunum snem þeir síðan við og
tróðu töglunum undir þegar þeir urðu sköllóttir.
28