Börn og menning - 01.05.1999, Síða 32
BÖRN OC MENN|N6
5AMTÍÐAR5 KÁ LV
Að þessu sinni eru kynnt samtíðarskáldin Kristín Helga Gunnarsdóttir, Elías
Snæland Jónsson og Ingibjörg Möller. Öll hafa þau nýlega skrifað vinsœlar
bœkur fyrir börn og unglinga. Upplýsingarnar hér að neðan eru fengnar frá
höfundunum sjálfum og kunnum við þeim bestu þakkirfyrir.
Kristín Helga
Gunnarsdóttir
Kristín Helga er fædd
24. nóvember 1963 í
Reykjavík. Hún á ættir
að rekja til Dalasýslu og
Borgarfjarðar. Tveggja
ára gömul fluttist hún
ásamt foreldrum og
systur suður í Garða-
hrepp og ólst þar upp í
Silfurtúni. Hún gekk í
Barnaskóla Garða-
hrepps og síðar í Garða-
skóla, en lagði svo á sig
ómældar strætisvagnaferðir til Reykjavíkur um fjögurra
ára bil til þess að taka stúdentspróf úr Menntaskólanum
í Reykjavík. Því prófi lauk hún árið 1983 og þá lá leiðin
til Spánar.
Á Spáni bjó hún í Barselónu og lagði stund á
spænsku og spænska listasögu í Barselónuháskóla einn
vetur. Að þeim vetri loknum starfaði Kristín við
farastjóm á Baleareseyjum: Ibiza og Mallorca. Því næst
lá leiðin í Háskóla íslands þar sem hún nam spænsku og
spænskar bókmenntir veturinn 1984 til 1985. Sumarið
1985 hélt Kristín Helga til Salt Lake City, í Utah, í
Bandaríkjunum og settist á skólabekk í blaðamanna-
deild Utah-háskóla. Þá innritaðist hún líka í spænsku-
deild sama skóla. Haustið 1987 lauk hún BA-prófi í
blaðamennsku og BA-prófi í spænsku og spænskum
bókmenntum frá Utah-háskóla og sneri heim til íslands.
Á meðan á námi stóð starfaði Kristín sem flugfreyja hjá
Flugleiðum. Hún hóf störf sem fréttamaður á Bylgjunni
við Snorrabraut hjá íslenska Útvarpsfélaginu haustið
1987. Árið 1989 flutti hún sig yfir til Stöðvar 2 og
starfaði þar sem fréttamaður til vorsins 1998. Vorið
1995 fékk Kristín leiðsögumannsréttindi frá Leiðsögu-
skóla íslands.
Einnig hefur hún starfað við þáttagerð og greina-
skrif. Sem stendur starfar Kristín við blaðamennsku
sem lausamaður og við leiðsögn ásamt því að sinna
skriftum fyrir börn á öllum aldri. Hún á einn kall sem
heitir Helgi Geirharðsson og er verkfræðingur og þau
eiga saman þrjár stelpur: Birtu, tíu ára, Erlu, fimm ára
og Soffíu, tveggja ára.
Það er ótrúlega undursamlegt að lesa - liggja með
góða bók í fanginu og hverfa með henni út í
buskann. Flatmaga á gólfinu með skruddu fyrir
framan sig, hanga fram yfír sófabrún og lesa bók á
hvolfí, rýna í sögu með vasaljós undir sæng, lesa
blað við eldhúsborð og drekka kakómalt á meðan,
liggja í grasi á sólríku síðdegi í skugga birkitrés og
lesa reyfara, hanga í koju í sumarhúsi meðan
rigningin lemur þakið og lesa ævintýr eða bara lesa í
baði og gæta þess að bleyta ekki síðurnar. Þess
vegna fínnst mér líka skemmtilegt að skrifa sögur -
sögur sem einhver nátthrafn nennir kannski að
hanga yfír þegar allir aðrir eru sofnaðir í húsinu og
ekkert heyrist nema ef vera skyldi ómur af
ævintýrinu í kollinum á nátthrafninum.
Útgefin verk:
Elsku besta Binna mín , Mál og menning 1997
Bíttu á jaxlinn Binna mín, Mál og menning 1998
Keikó: Hvalur í heimsreisu, Vöxtur 1998
30