Börn og menning - 01.05.1999, Blaðsíða 35
BÖRN OG MENNiNG
Fríða S. Haraldsdóttir:
Norrænu barna.bókaverðlaunín 1999
Sænski rithöfundurinn Annika Thor hlýtur norrænu
bamabókaverðlaunin í ár fyrir bækurnar En ö i
havet,(1996) Nackrosdammen, (1997) Sanning
eller konsekvens (1997), Havets djup (1998) og
0ppet hav (1999). Bækurnar eru gefnar út af
Bonnier Carlsen.
Verðlaunin verða
afhent á Gotlandi
1. júlí á námskeiði
norrænna skóla-
safnskennara.
Annika Thor
hefur aðeins
skrifað fjórar
bækur en hróður
hennar hefur
aukist með
hverri bók og
hefur hún skipað
sér á bekk
meðal fremstu
barnabókahöf-
unda Svía.
Stjórn Félags skólasafns-
kennara ákvað að tilnefna í annað sinn til norrænu
bamabókaverðlaunanna ljóðabækumar Gleymmér-
ei (1979), Óðflugu (1991), Heimskringlu (1992) og
Halastjörnuna (1997) eftir Þórarinn og Sigrúnu
Eldjárn. Ljóðin hafa verið þýdd á dönsku af Bimi
Sigurbjörnssyni. Forlagið gaf bækurnar út. Ljóða-
bækurnar eru sígild verk innan íslenskra barna-
bókmennta og í miklu dálæti hjá börnum. Þær
spegla rímleikni, hnyttni og hugmyndaauðgi
skáldsins. Gamlar kveðskaparhefðir öðlast nýtt líf
þegar höfundurinn leikur sér að orðum, býr til ný
og færir gamlar sagnir í nýjan búning.
Myndir Sigrúnar em gáskafullar og höfða til
ímyndunarafls barnsins. Það er ákaflega skemmti-
legt að kynna börnum þessar bækur því þau vilja
ólm lesa meira.
Aðrar tilnefningar til norrænu barnabókaverð-
launanna í ár voru:
Linnski rithöfundurinn Christina Andersson með
bókina Pojken blá.
Lrá Danmörku voru það bækurnar: Bprnenes
Verdenshistorie eftir Nils Hartmann og mynd-
skreytarana Johannes Bojesen, Charlotte Clante,
Kirsten Raagaard og Lilian Brpgger. Þessar bækur
hafa verið þýddar á íslensku og gefnar út hjá
Skjaldborg.
Frá Noregi var það rithöfundurinn Tor Áge
Bringsværd með bækumar: Ruffen sjpormen som
ikke kunne svpmme, Ruffen pá nye eventyr, Ruffen
og den flyvende hollender. Serien Vár gamle
gudelære 1 — 13 (1985-1995), Den enpyede
(1996), De tvá första böckerna i MIME-serien
Noa (1997) og Medusa (1998).
Engin tilnefning barst frá Læreyjum.
Norrænu barnabókaverðlaunin eru heiðurs-
verðlaun sem Nordisk skolebibliotekarforening
veitir árlega.
Sænski rithöfundurinn Ulf Stark hlaut verðlaunin
1998. Nokkrar af bókum hans hafa verið þýddar á
íslensku, Ekki af baki dottinn í þýðingu
Aðalbjargar Jónsdóttur, Ein afstrákunum og Einn
úr klíkunni í þýðingu Njarðar R Njarðvík, Ekki
bara töffarar í þýðingu Kristjáns J. Jónssonar og
María veimiltíta sem Hildur Jónsdóttir þýddi.
Iðunn gaf bækurnar út. Því miður hafa ekki komið
fleiri verk eftir Ulf Stark á íslensku en hann er
afkastamikill rithöfundur. Nokkrar af sögum hans
hafa einnig verið kvikmyndaðar eða leikgerðar.
Greinarhöfundur er skólasajhskennari í
Selásskóla og situr í dómnefnd á vegum
Nordisk skolebibliotekarforening
33