Börn og menning - 01.04.2006, Síða 4
4
Börn og menning
vsatana
Alvara málsins - bóklestur barna
Viðtal við Kristín Helgu Gunnarsdóttur, barnabókarithöfund
Sunnudaginn, 22. janúar síðastliðinn,
komu nokkrir áhyggjufullir menn, karlar
og konur, saman í Norræna húsinu.
Tilgangurinn var að ræða stöðu íslenskrar
tungu í viðsjárverðri veröld á ráðstefnu sem
kallaðist Staða málsins. Mönnum til mikillar
undrunar og gleði fylltist húsið afforvitnum
og áhugasömum áheyrendum.
Að margra mati stendur íslenska tungan
á tímamótum og þjóðin þarf að gera
upp við sig hvort hún vill halda í málið,
leyfa því að lifa eða ekki. Á ráðstefnunni
voru frummælendur úr ýmsum áttum. Þar
mátti meðal annarra hlýða á Hrafnhildi
Ragnarsdóttur ræða um máltöku barna
og benti hún á þá mikilvægu staðreynd að
máltaka útheimti samfélag við aðra menn,
styðjandi orðræðu, endalausar æfingar og
örvandi samræðu. Páll Valsson útgáfustjóri
hjá Eddu hf. var mjög svartsýnn í sínum
fyrirlestri ogspáðí dauða islenskunnar innan
hundrað ára með sama áframhaldi. Hann
sagði undirstöður tungumálsins vera um það
bil að bresta, kynslóðabilið ítungutaki meira
en nokkru sinni, orðaforði og orðfæri flytjist
ekki lengur milli kynslóða. Jóhannes Bjarni
Sigtryggsson málfræðingur sagði blikur á
lofti um að staða íslenskunnar fari hægt
versnandi og að fólk leggi minna upp úr því
að vanda stafsetningu og framburð. Nefndi
hann sem dæmi að viðtengingarhátturinn
væri á hröðu undanhaldi. Jóhannes sagði
komið að ögurstund íslenskunnar. Andri
Snær Magnason flutti fyrirlestur um
málumhverfi barna og unglinga og sagði
hann að tungumál væri ekki skraut heldur
grundvöllur samskipta, farvegur minninga,
reynslu og gilda. Hann varpaði fram þeirri
spurningu hvað gerist ef heilt orð og
merking þess hverfur úr tungumálinu.