Börn og menning - 01.04.2006, Page 6
6
Börn og menning
stofum sem sýndar eru í húsbúnaðarþáttum
sjónvarpsstöðvanna. Hvar eru þá bækurnar?
Komnar í Sorpu?
„Ef börn lesa ekki sér til skemmtunar og
uppbyggingar strax í æsku munu þau ekki
lesa sem fullorðnir einstaklingar."
Kristín Helga æsir sig yfir þeirri fullyrðingu
sem varpað hefur verið fram í fjölmiðlum að
íslenskan sjéi um sig sjálf. Hún hristir höfuðið
svo rauða hárið skoppar óstýrilátt um herðar
og hundamir gelta henni til samþykkis.
„Mér finnst þetta vera í hrópandi ósam-
ræmi við raunveruleikann. Tungumálið er
lifandi og allt sem er lifandi þarf aðhlynningu.
Ef íslenskan er lífvera þá þarf hún næringu
og umönnun eins og allar lifandi verur. Við
þurfum að skapa henni þroskandi umhverfi
til að vaxa og dafna. Við getum látið hana
dragnast áfram við kröpp kjör og þröngan
kost - jafnvel horft á eftir henni í ræsið. En
þá ber íslensku þjóðinni sú skylda að styðja
hana á fætur, þurrka framan úr henni og
fylgja þessum ástvini sínum í meðferð, hjálpa
lífverunni með því að taka einn dag i einu
um ókomna tíð."
Við víkjum talinu aftur að því sem Kristínu
finnst vera undirstaðan, barnabókunum.
„Mér þykir ískyggileg sú þróun sem
hefur orðið í liði barnabókahöfunda. Ég
hef áhyggjur af því að þeim höfundum
sem skrifa fyrir börn fækkar. Ég veit um
einn barnabókarithöfund sem hefur snúið
sér frá barnabókum og að glæpasögum
fyrir fullorðna og annar mikilvirkur og
gamalreyndur höfundur fær ekki lengur
listamannalaun - hún sem hefur skrifað
fyrir börn í mörg ár, bæði skemmtilestur
og stuðningsbækur í lestri. Það sorglega
er að enginn eða mjög fáir bætast í hóp
barnabókahöfunda. Það að skrifa fyrir
börn er lítils metið, illa borgað. Reyndur og
mikilhæfur höfundur sem hefur skrifað ótal
bækur fyrir yngri lesendur ráðlagði mér að
fikra mig upp stigaganginn í bókahúsinu
og upp á hæðirnar fyrir ofan - skrifa fyrir
fullorðna - þar væru ritverk metin að
verðleikum og gaumur gefinn að orði á
blaði."
Kristfn Helga heldur áfram að tjá áhyggjur
sínar:
„Ég skoðaði með mjög óformlegum hætti
útgáfu á frumsömdum bókum fyrir börn.
Árið 1995 voru gefnar út yfir tuttugu bækur
fyrir börn en núna er fjöldinn innan við
tíu. Þetta er slæm þróun og við verðum að
spyrna við fótum."
Væri hægt að virkja skólakerfið á einhvern
máta til að koma til móts við breytta tíma og
minnkandi áhuga barna á bókum?
„Já, ég hef hugsað mikið um hvað hægt
sé að gera. Mér finnst að Ríkisútvarpið
ætti að koma með og hjálpa til. Sjáðu
framgöngu spurningakeppninnar Gettu
betur. Fyrir allnokkrum árum þóttu þeir
sem lágu í bókum hallærislegir en núna
hafa slíkir bókaormar stöðu íþróttagarpa í
framhaldsskólum landsins. Þar hefur tekist
að fara með sjónvarpið út fyrir ramma
þess og gera það gagnvirkt. Þar hefur með
dagskrárgerð verið brúað kynslóðabil og
byggð sterk brú milli sjónvarps og bóka. Nú
væri gaman að sjá sjónvarpið teygja sig með
svipuðum hætti inn í grunnskólann.
Hvernig væri til dæmis að fara af stað með
spurningakeppni meðal sjöundu bekkinga
á landsvísu þar sem viðfangsefnið væri
íslenska og bókmenntir. Og svona þáttur
væri náttúrlega á kjörtíma eftir fréttir svo
fjölskyldan mætti sameinast um hann en
ekki síðdegis þegar von er á að krakkagrey
sitji ein og góni."
Hugmyndin hljómar vel, reyndar mjög vel.
Hvers vegna ekki að leyfa yngri nemendum
að njóta sín? Þetta myndi kalla á aukinn
bóklestur til að geta verið með og krakkar
hvettu hver annan til að lesa meira og
taka þátt. Liðin yrðu að eflast að vexti og
þroska.
Kristín Helga verður áköf þegar hún talar
um lestrahæfni barna og unglinga. Eins og
sést á titli fyrirlestursins líkir hún lesþroska
barna við húsbyggingu. Ef ekki er vel unnið
að grunni hússins og fyrstu hæðum er hætt
við því að húsið hrynji þegar hærra er byggt.
Hún segist líta á barnabókmenntir sem
undirstöðubókmenntagreinina - grunninn
sem allar aðrar greinar byggi á og styðji
sig við.
„Bóklestur í æsku meitlar og mótar
manneskjuna og hefur áhrif á heildar lífs-
stefnujafntsemdaglegtlíf einstaklingsinsinn
í fullorðinsárin og ef börnin okkar lesa ekki í
dag munu engir lesa bækur morgundagsins.
Bóklestur barna er undirstaða alls þess sem á
eftir kemur og byggir menningarsamfélag."
Við ræðum um gagnsemi bókarinnar.
„Bókin hefur svo marga kosti. Hún
þroskar barnið, leggur inn sjálfstæða
hugsun, örvar skoðanamyndun, hvetur
til frumkvæðis, brúar kynslóðabil, kallar
á flóknar samræður, býr til nærveru og