Börn og menning - 01.04.2006, Side 8
8
Börn og menning
af nið
Gleðipilla fyrir svartsýna bókaunnendur
Það er eins og allt hjálpist að við að fylla mann svartsýni og örvæntingu um hag
barnabókarinnar um þessar mundir. í fyrra voru birtar niðurstöður úr lestrarkönnun meðal
barna og ungmenna á íslandi sem sýndu svart á hvítu að stórlega hefur dregið úr bóklestri
I þessum þjóðfélagshópi. Og ekki lyftist brúnin í jólamánuðinum þegar Bókatíðindin
komu í hús, þvert á móti sigu munnvikin enn lengra í suður, slík var lágdeyðan í útgáfu
frumsaminna íslenskra barnabóka. Viðtalið við Kristínu Helgu Gunnarsdóttur hér fyrir
framan gefur heldur ekki beinlínis ástæðu til aukinnar bjartsýni. Satt að segja hvarflaði að
undirritaðri að ekki væri annað í stöðunni en fara til læknis og reyna að kría út gleðipillur
til að létta lundina. Fljótlega kom þó upp í hugann önnur og betri lækningaraðferð,
nefnilega sú að leita á stað þar sem örugglega mætti finna börn innan um bækur og
þannig koma auga á Ijóstýru ímyrkrinu. Læknisheimsóknin varsnarlega gefin upp á bátinn
og kúrsinn tekinn á skólabókasafn og það staðfestist hér með að aðferðin svínvirkaði!
Hrein hending réði því að skólabókasafnið
í Langholtsskóla varð fyrir valinu en
starfsemi þess hófst árið 1972. Þá var Fríða
Haraldsdóttir ráðin til starfa og var safnið
fyrst til húsa í einni kennslustofu. Það var svo
1976 að safnið flutti í núverandi húsnæði á
efstu hæð skólans en fyrirhugað er á næstu
tveimur árum að sameina skólasafnið og
gagnasmiðju skólans á jarðhæð í takt við
nútímalegri starfshætti í upplýsingamennt.
Langholtsskóli tók til starfa árið 1952
en byggt hefur verið við skólann í þremur
áföngum. Nú stunda þar 600 nemendur nám
í 1.-10. bekk og þegar undirritaða ber að
garði eru nemendur í 4. bekk í tfma hjá Þóru
Sjöfn Guðmundsdóttur skólasafnskennara
sem nú ræður ríkjum á safninu. Við gefum
henni orðið:
„Þessir krakkar eru hluti af liðlega 50
nemendum í 4. bekk sem hafa nýlokið vel
heppnuðum lestrarspretti. Sprettir sem þessi
eru tíðir hér í skólanum og eru oftast unnir í
samvinnu safnkennara og umsjónarkennara.
Umsjónarkennarar í 4. bekk, Anna Guðrún
Harðardóttir og Ingiríður Þórhallsdóttir, töldu
þörf á að herða á lestri nemenda sinna og því
var ákveðið að nota lestrarsprettinn „Lesum
saman kortér á dag" sem upphaflega var
unninn af Jónínu Friðfinnsdóttur en lagaður
að aldri nemenda eftir þörfum og ákveðið að
spretturinn skyldi standa í fjórar vikur."
Þóra Sjöfn gerir hlé á lýsingunni og við
tökum hópmyndir af krökkunum og síðan
kemur hún þeim af stað í verkefni sem felst
í því að hanna kápu á uppáhaldsbókina sína
eftir sprettinn. Krakkarnir taka til óspilltra
málanna en Þóra Sjöfn heldur áfram að lýsa
lestrarsprettinum:
„Verkefnið hófst með kynningu í
foreldraviðtali og bæklingi til heimila.
Nemendur fengu í upphafi bókamerki, eitt
fyrir heimalestur og annað fyrir skólalestur,