Börn og menning - 01.04.2006, Blaðsíða 14

Börn og menning - 01.04.2006, Blaðsíða 14
14 Börn og menning kemur Tove lesendum stundum algjörlega í opna skjöldu með því að vísa í umheiminn eins og við þekkjum hann rétt eins og ekkert sé eðlilegra. Múmínsnáðinn og snorkstelpan leika Tarzan og Jane í Pípuhatti galdrakarlsins, Fillífjonka og hrifsa ræða saman í síma í „Fillífjonkan sem trúði á hörmungar", múmínmamma brennir filmubút með stækkunargleri sér til skemmtunar í Vetrarundri I Múmíndal, gangur himintunglanna er borinn saman við járnbrautarlest á spori í Halastjörnunni og múmínsnáðinn og snorkstelpan skeggræða gríska goðafræði í Pipuhatti gaidrakarisins. Þetta er bersýnilega brot á öllum reglum um fantasíugerð, en Tove kemst upp með það. Þráttfyrirað lögmál þeirrar veraldarsem hún skapar í Múmíndal verði afskaplega óljós einmitt vegna þessara uppátækja hennar, þá færast múmínálfarnir nær lesandanum við hverja vísun. Einnig múmfnálfar láta sig dreyma um Tarzan og Jane! Allt í einu virðist ekkert líklegra en að eitthvert smádýrið reki trýnið undan eldhússkápnum hjá okkur. Míkrókosmos í Múmíndalnum En það er óneitanlega persónusköpunin sem sker úr um snilligáfu Tove Jansson. Hún dregur upp myndir af kunnuglegum manngerðum og dregur þær sundur og saman í háði, en samt á þann hátt að lesandinn skilur þær svo vel að honum volgnar um hjartaræturnar næst þegar hann rekst á hemúlslegan skósmið eða forritara með fillífjonkskar hneigðir. Hemúlar, til að mynda, eru almennt karlkyns, en ganga þó í kjólum (stungið er upp á því í athugasemd höfundar að þeim hafi bara aldrei hugkvæmst að skrýðast buxum). Lög og reglur eru þeim ástríða, þeir eru einþykkir og iðulega með mjög afmörkuð áhugasvið. ( Vetrarundri í Múmindal kemur fram, þegar rætt er um hungursneyð að altalað væri í dalnum „að hemúll nokkur hefði lagt sér til munns sitt eigið skordýrasafn, en það væri sennilega orðum aukið. Trúlegra myndi vera að hann hefði étið skordýrasafn einhvers annars hemúls."3 Fillffjonkur eru aftur á móti upp til hópa kvenkyns. Þær eru taugaveiklaðar skepnur, þrifnar, nákvæmar og skylduræknar. ( Seint i nóvember (Sent i november), síðustu múmínbókinni sem því miður hefur ekki enn verið þýdd á íslensku, segir frá fillífjonku sem fær taugaáfall við þrif og getur ekki hugsað sér að leggja stund á húsverk upp frá því. Við tekur áköf tilvistarkreppa, því vesalings fillífjonkan getur ekki hugsað sér lífið án heimilisstarfa. Fjölmargar aðrar skepnur koma við sögu í ævintýrum múmínálfanna, en eru ekki jafnáberandi í frásögninni og þessar dýrategundir, enda sjáum við ekki jafnmarga einstaklinga af hinum tegundunum. En í forgrunni er vitaskuld múmín- fjölskyldan sjálf. Eftir þeim er dalurinn nefndur, öll smádýrin sem búa í nágrenninu vita hver þau eru og þau eru í raun þungamiðja þeirrar veraldar sem birtist í bókunum. í fyrrnefndri Seint i nóvember segir einmitt frá ráðvilltum skepnum sem þurfa að horfast í augu við að múmínfjölskyldan er horfin. Þau hafa siglt frá dalnum og skilið húsið eftir autt. í Ijós kemur að dýrin voru ekkert sérstaklega nákomin múmínfjölskyldunni, þekktu þau ekki sérlega vel heldur þráðu bara öryggið og þægindin sem múmínfjölskyldan stóð fyrir. Og skyndilega þurfa þau að bjarga sér sjálf, þurfa sjálf að ganga í hlutverk múmínfjölskyldunnar. En á meðan múmínfjölskyldan bjó ennþá í dalnum var þar vissulega í öruggt hús að venda. Allir voru velkomnir og fengu gott að borða og máttu dvelja eins lengi og þeir vildu. Múmínfjölskyldan var hornsteinn dalsins, föst stærð sem bæði meðlimir fjölskyldunnar og allir hinir gátu treyst á. Það er frelsistilf inning í þessum bókum, sem maður kannast við úr öðrum skandinavískum ævintýrum. Múmínhúsið minnir næstum því á Sjónarhól Línu langsokks - allt er leyfilegt og allir velkomnir. Umburðarlyndi og jafnaðargeð er í fyrirrúmi. En ólíkt Línu getur múmínsnáðinn alltaf treyst því að einhver sé heima með heitt á könnunni. Alltaf er einhver til staðar sem býður góð ráð þegar eitthvað bjátar á. Fullkomið frelsi og fullkomið öryggi! Hvað gæti verið stórkostlegra? Fyrstu bækurnar í bókaflokknum festa þessa ímynd Múmíndalsins í sessi. Pipuhattur galdrakarlsins og Halastjarnan eru líflegar 3 Jansson, Tove. 2003. Vetrarundur í Múmíndal, bls. 67. Steinunn Briem þýddi. Mál og menning, Reykjavík.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.