Börn og menning - 01.04.2006, Side 16
Börn og menning
alltaf á eftir honum eins og vælandi kærasta.
Jafnframt sjáum við múmínsnáðann kynnast
snorkstelpunni, sem er ægilega hégómleg.
Saman una múmínsnáðinn og snorkstelpan
sér við skemmtilega leiki þar sem hún er í
hlutverki veinandi ungmeyjar og hann er
ýmist þorparinn eða hetjan, allt eftir því
hvernig liggur á honum.
Á eyjunni hans múmínpabba eru bæði
snorkstelpan og Snúður víðsfjarri og
múmínsnáðinn þarf að leita á önnur mið.
Fyrst kolfellur hann fyrir hégómlegum sæhesti
sem dansar í tunglskininu á ströndinni og er
negldur silfurskeifum. Eftir margra mánaða
dagdrauma um sæhesta þarf múmínsnáðinn
að horfast i augu við að sæhestar hafa
ekki áhuga á neinu nema sjálfum sér. Þeir
flissa bara að múmínsnáðanum og stara
hugfangnir hver á annan. Og smám saman vex
kunningsskapur múmínsnáðans við morrann.
Morrinn eiti nefnilega múmínfjölskylduna
úr Múmíndalnum og múmínsnáðinn var sá
eini sem vissi það. í einveru sinni tekur
múmínsnáðinn að heimsækja morrann þar
sem hann stendur vælandi á ströndinni og
hann sveiflar stóru Ijóskeri fyrir risavaxna
skepnuna, sem fylgist dolfallin með. Enginn
hafði áður sýnt morranum vinsemd og eftir
nokkur skipti fer morrinn að sýna vinsemd
á móti. Þegar múmínsnáðinn kemur til hans
alveg miður sín vegna þess að olían á Ijóskerið
er búin, gerist nokkuð undarlegt. „Þá byrjaði
morrinn allt í einu að syngja. Flann söng
gleðisönginn sinn og vaggaði sér fram og
aftur með pilsaþyt, stappaði niður fótunum
og sýndi á allan hugsanlegan hátt hvað hann
var feginn að sjá múmínsnáðann."6
Þetta er bæði hjartnæmur og uggvænlegur
kafli. Múmínsnáðinn hefur þarna vingast
við holdgerving einsemdarinnar og óttans á
eyju sem hefur ekkert annað að bjóða. En
jafnframt hefur hann náð sátt við þennan
þátt Iffsins, umfaðmað hann og gert að vini
sínum.
Eyjan hans múmínpabba er mjög óvægin
bók. Múmínsnáðinn finnur til dæmis rjóður
sem hann verður yfir sig hrifinn af - en
vandinn er sá að það er fullt af maurum.
Múmínsnáðinn ráðfærir sig við foreldra sína
sem segja honum að ekki sé hægt að semja
við maura um búferlaflutninga og að auki
hafi þeir fundið rjóðrið á undan honum.
Þetta er ekki niðurstaða sem múmínsnáðinn
getur unað og leitar því enn álits, í þetta
sinn hjá uppeldissystur sinni, Míu litlu. Mfa
litla blikkar hann og lofar að leysa vandann.
Þegar múmínsnáðinn, nokkrum dögum síðar
finnur maurana dauða í rjóðrinu, hleypur
hann öskureiður til Míu litlu, sem svarar:
„maurar eru eins og mýflugur, eina ráðið er
að útrýma þeim. Og reyndar vissirðu ósköp
vel hvað ég hafði í hyggju. Þú vissir það, en
vonaðir, að ég myndi ekkert tala um það
- þú hefur lag á að blekkja sjálfan þig."7
Múmínsnáðinn og lesendur sitja eftir með
sárt ennið og draga eigin siðferðisvitund í
efa, hreint ekki vissir um hvað þeir voru að
hugsa þegar múmínsnáðinn leitaði til hinnar
kaldrifjuðu uppeldissystur sinnar.
Skömmu síðar laumast múmínsnáðinn út
með sykurkar og dreifir sykri í kringum trén.
Mía litla sér til hans og hugsar:
„Nú er hann að reyna að svæfa samvizku
sína. Ég gæti svo sem sagt honum, að
maurar éta ekki sykur. Og líka, að sykurinn
leysist upp, þvi jörðin er blaut. Og að þeir
maurar sem ég náði ekki í, hafi engan
áhuga á málinu og þarfnist ekki huggunar.
En ég nenni þvi ekki. Hann um það. "8
Þetta er þungur dómur yfir litlu dýri
- aðgerðír þess eru ekki bara efnislega
gagnslausar, heldur líka siðferðislega.
Skemmtanagildi og æðri sannleikur
Það er giska sérkennilegt að múmínálfarnir
skuli hafa náð þeim geysilegu vinsældum
sem raun ber vitni. Tilvistarangist og hið
annarlega virðast við fyrstu sýn ekki mjög
markaðsvæn fyrirbæri, enda er það svo að
þegarmaðursértveggja metra háan múmínálf
úr svampi hoppa um í skemmtigarði9 fær
maður ekkí varist þeírri tilhugsun að eitthvað
hafi einhversstaðar farið forgörðum. Og þó.
6 Eyjan hans múmínpabba, bls. 198.
7 Eyjan hans múmínpabba, bls. 98.
8 Eyjan hans múmínpabba, bls. 98.
9 Múmíngarðurinn f Finnlandi er opinn á sumrin og er
vefsíða hans á slóðinni:
http://www.muumimaailma.fi/