Börn og menning - 01.04.2006, Side 19

Börn og menning - 01.04.2006, Side 19
Fíasól og Karen Karlotta 19 Að verða stór stelpa Ffasól er sjö ára og yngst af þremur systrum. Hún hefur afskaplega sterkar skoðanir á lífinu og tilverunni og liggur ekki á þeim. í báðum bókunum tekst Fíasól á við ýmis misalvarleg vandamál sem geta komið upp hjá stúlkum á hennar aldri og sögurnar eru bæði fyndnar og skemmtilegar. Þrátt fyrir að lesandinn fái stundum á tilfinninguna að Fíasól sé einfaldlega þrjóskupúki og óþekktarormur, skilur hún alltaf á endanum hvað er rétt að gera í stöðunni hverju sinni og tekur rétta ákvörðun í lokin, stundum með smá aðstoð frá mömmu sinni, systrum eða vinum. Bækurnar um Fíusól eru ætlaðar lesendum á svipuðum aldri og hún er sjálf, um það bil fimm til átta ára. Þau vandamál sem Fíasól tekst á við eru vandamál sem börn á hennar aldri, og kannski sérstaklega stelpur, þurfa oft að glíma við, þótt auðvitað eigi sum þeirra einnig við um stráka. Fíasól er nefnilega að verða stór og er ekki alveg viss um hvernig hún eigi að takast á við það. Uppáhaldsstaðurinn hennar er heimilið og nánasta umhverfi þess og hana langar aldrei til að fara úr götunni sem hún býr við því þar er allt sem hugsanlega gæti þurft til að lifa hamingjusömu og skemmtilegu lífi. Fyrsta sagan af Fíusól, Fíasól í fínum málum, segir þó frá því þegar Fíasól fór að heiman aðeins fjögurra ára gömul. Hún fór reyndar ekki langt, bara rétt yfir götuna en skömmu seinna ákveður hún að fara lengra og fer þá niður í bæ, alein. í upphafi bókarinnar er Fíasól samt orðin töluvert eldri og vitrari og hefur engan áhuga á að vera annars staðar en \ örygginu heima í Grænalundi. í örygginu heimafyrir þarf þó einnig að glíma við ýmsa hluti. Þar sem hún hefur ákveðið að leyfa heiminum utan við Grænalund að bíða um stund þarf hún að takast á við hversdagsleg vandamál heimafyrir, sem tengjast hinum stóra heimi kannski ekki mikið, eins og til dæmis í hvaða fötum maður eigi að vera. Það verður uppi fotur og fit þegar Fíasól ákveður að hún vilji bara ganga í bleiku og fjölskylda hennar þarf að beita öllum hugsanlegum brögðum til að fá hana ofan af því. Hún á ekki mikið af bleikum fötum en þegar mamma hennar ákveður að taka öll föt sem ekki eru bleik úr sképnum og gefa fátækum börnum stendur Fíusól ekki alveg á sama. Hún fer þó ( bleiku náttfötunum sínum í skólann en krökkunum þar finnst hún óskaplega skrítin. Þegar heim er komið er hún fremur leið yfir þessu þó hún láti lítið á því bera, en þær mæðgur ákveða þá í sameiningu að Fíasól geti gengið í hinum fötunum af og til. í annað skipti langar Fíusól svo óskaplega í sælgæti úti í búð að hún má til að fá sér þótt hún geti ekki borgað. Hún áttar sig strax á mistökunum og verður miður sín en mamma hennar heimtar að hún biðji afgreiðslukonuna afsökunar og borgi fyrir sig, sem hún gerir ákaflega skömmustuleg. í Fiasól I hoslló segir frá svipuðum atvikum; Fíasól lærir að sofa ein í rúminu sínu þrátt fyrir skrímsli, að hafa ofan af fyrir sér sjálf þegar er verkfall í skólanum, að taka strætó og ýmislegt fleira nytsamlegt. Eins og sjá má tekst Fíasól á við margt nýtt og flókið enda farin að upplifa heiminn bæði heima og að heiman á sínum eigin forsendum. Það er Ijóst að hún hefur mörgu að miðla til ungra lesenda, og jafnvel þeirra sem eldrí eru því ekkert er því til fyrirstöðu að foreldrar sem lesa bókina taki til sín hluta af viskunni sem Fíasól býr yfir þótt ung sé að árum. Vandamálin sem hún þarf að greiða úr eru af praktískum toga, eins og þetta með bleiku fötin, en þau eru líka siðferðislegs eðlis eins og kemur fram þegar Fíasól stelur namminu í búðinni. Hún skilur líka smám saman að hún getur ekki alltaf gert það sem hún vill sjálf eða fengið það sem hana langar í, eins og kemur í Ijós þegar Pippa systir hennarvill ekki leyfa henni að gista hjá sér þó að skrímsli séu undir rúminu í herberginu hennar. Sumt verður maður líka að glíma við sjálfur þótt það sé erfitt eða leiðinlegt. Lífið er þó ekki allt svona alvarlegt hjá Fíusól og ýmislegt skemmtilegt gerist líka. Fíasól gengur til dæmis á fjall og sannar þar með bæði fyrir sjálfri sér og öðrum að hún getur miklu meira en hún heldur sjálf og lætur uppi. Allir geta verið breyskir Bækurnar um Karen Karlottu eru öllu alvarlegri en þær um Fíusól, enda skrifaðar fyrir lesendahóp sem er aðeins eldri og þarf að takast á við annars konar vandamál. Karen Karlotta er 9 ára í fyrri bókinni, hún á þrjú systkini, Matthildi og Martein, sem eru unglingar, og Jöra, sem er ári eldri en hún sjálf. Foreldrar hennar vinna mjög mikið og Karen Karlotta þarf að leysa flest af sínum vandamálum án þeirra aðstoðar, eða með lítilli hjálp frá þeim. Þau mál sem hún tekst á við tengjast oftast samvisku og siðferði, ólíkt því sem sést hjá Fíusól þar sem vandamálin eru líka af praktískum toga. Aðalpersónan í bókum Guðrúnar Helgadóttur, Karen Karlotta, er mun alvörugefnari en Fíasól. Þegar Karen finnst eitthvað erfitt ímyndar hún sér að hún sé fluga og fljúgi í burt og það gerist nokkuð oft í upphafi, enda lífið ekki alltaf auðvelt. Foreldrarnir eru lítið heima, pabbi hennarfer í taugarnar á henni og besta vinkona hennar á erfitt heimafyrir með foreldra sem halda alltof oft partí, svo eitthvað sé nefnt. Karen hefur míkla þörf fyrir að ræða við einhvern um þessi mál, en þótt hún eigi Karlottu ömmu að, Jöra og Baddí vinkonu er ekki hægt að segja þeim allt. í fyrri bókinni Öðruvísi dagar kynnist Karen Karlotta nágrannakonu sinni,

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.