Börn og menning - 01.04.2006, Síða 20

Börn og menning - 01.04.2006, Síða 20
20 Börn og menning Elísabetu, sem flestir telja að sé stórskrítin. Karen kemst þó að því að hún er ekkert skrítin heldur frekar einmana. Elísabet kom til íslands eftir seinni heimsstyrjöldina ásamt móður sinni, en bæðí vinir hennar og aðrir úr fjölskyldunni létu lífið í útrýmingarbúðum nasista. Eins og gefur að skilja eru þetta erfið mál fyrir unga stúlku að skilja og takast á við en með aðstoð frá Elísabetu tekst Karen að átta sig á þeim að einhverju leyti. Það eru ekki aðeins hörmungar stríðsins sem Karen veltir fyrir sér heldur einnig flókin mál innan hennar eigin fjölskyldu, sem tengjast þó stríðinu óbeint. Pabbi hennar er hermannsbarn en á heimilinu má ekki ræða um föður hans, sérstaklega ekki þegar Karlotta amma er nálægt. Svo eignast Matthildur, systir Karenar, kærasta sem er ættleiddur og dökkur á hörund. Pabbi Karenar er frekar fordómafullur í hans garð, og sömuleiðis í garð Elísabetar, en kemst að því þegar líður á söguna að þessir tveir nýju vinir fjölskyldunnar eru ekkert öðruvísi en aðrir. Elísabet og Karen Karlotta verða, eins og fram hefur komið, góðar vinkonur og þrátt fyrir rúmlega hálfrar aldar aldursmun ná þær vel saman. Dag einn þegar Karen er að bera út blaðið tii Elísabetar rekst hún á böggul úti í kuldanum sem reynist innihalda nýfætt barn. Þær stöllur sjá að þær verða að annast barnið tímabundið, því Elísabet er viss um að móðirin sé ekki langt undan. Þetta reynist rétt hjá henni og um síðir kemur móðirin fram en hún er ung stúlka sem Elísabet hafði þekkt áður fyrr. Þó að lögbrot hafi verið framið ákveða þær allar þrjár ásamt foreldrum Karenar að það sé öllum fyrir bestu að móðir og barn búi áfram hjá Elísabetu og sagan fær farsælan endi og Elísabet eignast loksins fjölskyldu að nýju. ( seinni bókinni, Öðruvísi fjölskylda, snýr afi Karenar Karlottu aftur en allir héldu að hann hefði látist í stríðinu. Öllum til mikillar undrunar er hann sem sagt ennþá á lífi og langar til að hitta fjölskyldu sína áður en hann verður of gamall til að geta ferðast. Hann virðist prýðismaður og fellur Karen strax vel við hann en Karlotta amma á erfitt með að fyrirgefa honum fjarveruna. í þessari sögu tekur Karlotta amma að sér unglingspilt sem reynir að brjótast inn til hennar einn daginn, en í Ijós kemur að þetta er vænsti piltur sem á erfitt vegna þess hve lítinn tíma foreldrar hans hafa til að sinna honum. Þessi mál leysast þó á endanum og allir verða sáttir í lokin. Karen Karlotta áttar sig smám saman á því að fullorðna fólkið er breyskt og gerir mistök ekki síður en börn. Allir geta dregið einhvern lærdóm af því sem gerist. Pabbi hennar áttar sig til dæmis á því að Elísabet er ekkert skrítin þó hún sé gyðingur og að Gummi kærasti Matthildar er ekkert afbrigðilegur þótt hann sé dökkur á hörund. Þau eru bæði ósköp venjuleg og þeim athugasemdum sem hann lætur falla um þau í hugsunarleysi, Karen Karlottu til mikillar mæðu, fækkar óðum. Karen lærir líka ýmislegt hjá Elísabetu en það mikilvægasta er kannski það að geta fyrirgefið, því Elísabet hefur fyrirgefið nasistunum sem drápu fjölskyldu hennar og lögðu heimili hennar og líf í rúst í stríðinu. Karen ákveður að taka þessa fyrirgefningu sér til fyrirmyndar og reynir að mæta öllum af opnum hug, sem er bæði aðdáunarvert og rökrétt í samfélagi okkar í dag sem verður fjölbreyttara með hverjum deginum sem líður. Litla flugan sem Karen Karlotta breytti sér í til að flýja erfiðleika er nánast alveg horfin undir lok síðari bókarinnar, enda hefur hún þá lært að takast á við hlutina á annan hátt. Hún hefur líka áttað sig á hversu mikilvægt og gott er að eiga fjölskyldu, eftir að hafa kynnst Elísabetu sem á engan að í upphafi, og ekki er laust við að foreldrar hennar átti sig á þessu líka, en í seinni bókinni eru þau farin að vinna töluvert minna en áður og taka sér tíma til að vera með fjölskyldunni. Stórar og sterkar Eins og sjá má takast þessar tvær aðalpersónur sem hér hafa verið til umfjöllunar á við lífið og tilveruna á ólíkan hátt, enda mjög ólíkar persónur. Aldurinn spilar þar inn í en báðir höfundar gefa mjög trúverðuga mynd af því hvernig stelpur á þessu aldursbili myndu takast á við vandamál og vinna úr þeim. Bæði sögurnar um Fíusól og Karen Karlottu eru í raun afar hversdagslegar, þær gerast í umhverfi sem flestir kannast við og glímt er við mál sem margir krakkar hafa eflaust velt fyrir sér. Aðalpersónurnar eru líka þannig gerðar að flestir geta samsamað sig þeim að einhverju leyti. Bæði Fíasól og Karen Karlotta eru ákaflega sjálfstæðar stelpur og hafa báðar mjög ákveðnar skoðanir og eru þannig góðar fyrirmyndir fyrir þær stelpur eða krakka sem lesa bækurnar. Sögurnar eiga það sameiginlegt að í þeim er tekist á við mikilvæg og merkileg mál. Fíasól lærir til dæmis að gefa eftir og sættast á málamiðlanir en hún lærir líka að bjarga sér sjálf og gefast ekki upp fyrir því sem virðist vera ofurefli. Karen Karlotta lærir meðal annars hversu mikilvægt er að fyrirgefa og hversu mikilvæg fjölskylda og vinir eru í raun. Hún lærir einnig að ekki er alltaf allt sem sýnist og ekki á að taka öllu sem gefnu. Báðar fjalla þær Guðrún og Kristín Helga þannig í rauninni um hvernig það er að vera barn í dag, og hvernig er hægt að takast á við þau vandamál sem fylgja því að vaxa úr grasi og þurfa að skilja meira en áður. Stelpurnar læra báðar margt mikilvægt og það geta lesendur og hlustendur, foreldrar sem börn, gert með þeim. Höfundur er bókmenntafræðingur.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.