Börn og menning - 01.04.2006, Síða 21

Börn og menning - 01.04.2006, Síða 21
Heil brú 21 Á lokaspretti vínnslunnar við smásagnasafnið Auga Óðins, þar sem sjö höfundar sömdu sögur út frá norrænni goðafræði og jafnmargir teiknarar myndskreyttu, kviknaði sú hugmynd að lagt yrði af stað með annað álíka verkefni en hlutverkunum yrði snúið á haus miðað við það sem venjulega tíðkast. l' þetta sinn áttu myndhöfundarnir að velja sér efni úr goðafræðinni og teikna út frá því myndir sem textahöfundarnir fengju síðan í hendurnar og „orðskreyttu". Því valdi ritnefndin upphaflega níu myndskreyta og fól þeim að fara af stað með sögu og velja sér síðan textahöfund til að klára verkið. Það er skemmst frá því að segja að þetta tókst afskaplega vel og um það leyti sem þetta tölublað Barna og menningar kemur til áskrifenda rennur afrakstur þessa áhugaverða verkefnis úr prentvélunum. Bókin er samstarfsverkefni Eddu og IBBY á (slandi og ritnefnd skipuðu Sólveig Ebba Ólafsdóttir, Áslaug Jónsdóttir og Sigþrúður Gunnarsdóttir. Menningarsjóður styrkti verkefnið. Bókin ber titilinn Heil brú sem er jafnframt heitið á fyrstu sögunni sem Björk Bjarkadóttir teiknar og Gerður Kristný skrifar. Umfjöllunarefnið er það vandasama verkefni Heimdalls að gæta brúarinnar yfir í Jötunheima og hvernig allt hefði getað farið úrskeiðis. Saga Áslaugar Jónsdóttur og Andra Snæs Magnasonar, „2093", sækir efnivið sinn í frásögnina um skapanornirnar og þá misjöfnu örlagaþræði sem þær búa mönnum. Þær Urður, Verðandi og Skuld eru líka til umfjöllunar í sögu Höllu Sólveigar Þorgeirsdóttur og Þórunnar Valdimarsdóttur „Leyniþjónusta hrafnanna og hænurnar þrjár". Þar svífur dulúðin yfir vötnum og hrafnar yfir sögupersónunum sem ekki er alltaf rótt. Guðrún Hannesdóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir fjalla um aðrar máttugar meyjar í sinni sögu sem nefnist „Það kallast ögurstund". Þar er sagt frá Fenju og Menju og kvörninni Grótta sem malað gat hvað sem var. Miðgarðsormur að fornu og nýju er umfjöllunarefni sögunnar „Blúbb" sem þeir smíða í sameiningu Halldór Baldursson og Sjón. Og ormurinn langi er líka alltumlykjandi í sögu Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur og Úlfhildar Dagsdóttur sem bertitilinn „Jörmun Gunnur". Ingólfur Örn Björgvinsson og Embla Ýr Bárudóttir semja myndasöguna „Mistiltein" um dauða Baldurs eins og hann ber að á íshokkísvelli og systkinin Sigrún og Þórarinn Eldjárn flytja söguna af hamarsheimt Þórs til nútímans í sögunni „Stanleyhamarsheimt". Að lokum semja þau Þórarinn Leífsson og Auður Jónsdóttir ævintýralega sögu út frá heimsókn Þórs til Útgarða-Loka sem bertitilinn „Sögurnar". Eins og í Auga Óðins er misjafnt hvort höfundarnir halda sig alfarið í goðheimum eða flytja viðfangsefnið til í tíma og rúmi. Sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar en óhætt er að lofa því að engum mun leiðast við lestur þeirra! Sigþrúður Gunnarsdóttir

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.