Börn og menning - 01.04.2006, Síða 22

Börn og menning - 01.04.2006, Síða 22
22 Börn og menning Margrét Tryggvadóttir Strákar í krísu Mér varð hugsað til Vladimirs Propp og rannsókna hans á formgerð ævintýra þegar ég skoðaði þær myndabækur sem rak á fjörur mínar i jólabókaflóðinu. Það fyrsta sem sló mig var að kápur tveggja þeirra, Mamma er best eftir Björku Bjarkadótturog Gott kvöld Áslaugar Jónsdóttur eru svo til eins upp byggðar. Teiknistill þessara tveggja listakvenna er þó gjörólíkur, hjá Björku er litagleðin í fyrirrúmi en myndir Áslaugar einkennast af þykkum línum, svörtum flötum og fáum litum. Á báðum kápunum stendur aðalpersónan, lítill viðkunnanlegur strákur og brosir út i annað en umhverfis hann eru verur sem eru í senn ógnvekjandi og spennandi. Þegar ég kafaði dýpra í flóðið fann ég Þverúlfs sögu grimma eftir Þorgerði Jörundsdóttur. Á kápu þessarar bókar er líka strákur, Þverúlfur nokkur, umkringdur furðuverum. Allir strákarnir eiga það sameiginlegt að vera brosandi og öryggir með sig en horfa ekki til áhorfandans, heldur inn í söguheiminn. Og þangað fylgjum við þeim. Vladimir Propp greindi rússnesk ævintýri og fann í þeim ákveðna frásagnarliði, 31 að tölu, sem koma hver á eftir öðrum í rökréttu framhaldi. Þeir koma ekki endilega allir fyrir í einu og sama ævintýrinu en röð þeirra er ávallt sú sama og frásagnargerðin líka. Þótt athuganir Propps eigi við rússnesk ævintýri getum við verið sammála um að ákveðinn strúktúr einkenni ævintýri. Þau hefjast í jafnvægi sem er raskað, hetjan býr við öryggi, upp kemur vandamál sem hún ein virðist til þess fallin að leysa, hetjan heldur að heiman, mætir „Ijóni" í veginum, sigrar verðugan (en illan) andstæðing og uppsker betra öryggi en hún bjó við í byrjun. Myndabækur fyrir ólæs börn lúta öðrum lögmálum en hefðbundin ævintýri en í mörgum þeirra er að finna fastmótaðan strúktúr. Söguhetjan er oftar en ekki barn (eða annað ungviði) sem lendir í togstreitu sem það þarf að finna út úr. Sögutíminn er venjulega stuttur, algengt er að sagan spanni einn dag. Fjölmargar myndabækur hefjast á því að sögupersónan vaknar og enn fleiri enda á því að hún sofnar. Bækurnar sem hér eru til umfjöllunar enda til að mynda allar í ró, annaðhvort í fangi foreldris eða með því að söguhetjan sofnar í rúminu sínu. Á árinu 2005 virðast litlir drengir sem lenda í krísu í samskiptum við foreldra sína vera nokkuð algengar hetjur íslenskra myndabóka. Þeir nota ímyndunaraflið og leik til að máta önnur hlutverk og prófa annars konar líf og fleyta sér þannig yfir vandann í átt til meiri þroska. Hindrunin er í öllum tilfellum tilfinningaleg og tengist sambandi barns og foreldris. Hún er ýmist

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.