Börn og menning - 01.04.2006, Qupperneq 23

Börn og menning - 01.04.2006, Qupperneq 23
Strákar í krísu 23 vegna þess að foreldrið er ekki til staðar í eins miklum mæli og áður eða vegna þess að barnið sjálft krefst aukins sjálfstæðis. Mamma er best Af fyrrgreindum þremur bókum er sú sem ætluð er yngstu bömunum einföldust. í Mamma er best kynnumst við Tomma sem á góða mömmu með stóran faðm sem gott er að hvíla í og lesa bók. Vandinn skapast þegar maginn á mömmu stækkar og Tommi þarf að finna sér annað sæti. Hann prófar ýmsar mömmur úr dýraríkinu en kemst að því að hans eigin mamma er best þegar kúlan er farin, systkini komið í staðinn og hann getur aftur setið í fanginu á mömmu. Myndir Bjarkar eru sérlega heillandi; litríkar, ögn naívar og hafa þessa sérstöku áferð sem hefur einkennt fyrri verk hennar. Hún notar samklipp (collage) en gerir það sparlega. Myndirnar af Tomma og margvíslegum hugsanlegum mæðrum eru bæði fallegar og fyndnar og fjörlegur textinn er blessunarlega stuttur og laus við óþarfa blaður (sem er alltof algengt í íslenskum myndabókum fyrir yngstu börnin). Þó er eins og aðeins vanti upp á. Mérfinnst Björk reyna að leysa vitlaust vandamál. Það leysist að sjálfu sér þegar barnið fæðist en reynsla margra foreldra er á hinn veginn - að einmitt þá byrji ballið! Svo er Tommi sagður tveggja ára í sögubyrjun og maður veltir fyrir sér af hverju. Krakkar vilja frekar spegla sig í eldri sögupersónu en þau eru sjálf og raunir Tomma hefðu alveg getað átt við fjögurra eða fimm ára barn. Þá er sögutíminn ansi langur og ósjálfrátt veltír maður því fyrir sér hvort Tommi sé tveggja ára alla söguna. Þótt bókin sé á léttum nótum er efni hennar grafalvarlegt. Tommi íhugar að yfirgefa fjölskyldu sína og mátar önnur hlutverk. Hann ímyndar sér (eða reynir i alvöru) hvernig mmmmm

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.