Börn og menning - 01.04.2006, Qupperneq 30
Börn og menning
Johns og Filippíu sem hafa hafnað andagift
fjölskyldunnar (þessi orðaleikur er raunar
ekki sóttur í bókina en margir aðrir svipaðir
eru þar). Þar fyrir utan búa systkinin með
tveimur Rottweilerhundum sem reynast vera
föðurbræður þeirra í álögum. Þessir hundar
(sem eru kallaðir Winston og Elvis og er það
dæmigert fyrir hinn létta anda sögunnar)
eru auðvitað líka skrímsl, bæði vegna þeirrar
finngálknsnáttúru að vera bæði menn og
hundar en einnig vegna þess að þeir höfðu
reynt að myrða föður barnanna og ræna
peningum hans. Sem hundar eru þeir hins
vegar hinir spökustu. Sem vekur vitaskuld
upp spurningar um það hvort menn séu ekki
mestu skrímslin.
Þó að John og Filippíu hafi verið hafnað
af foreldrum sínum verður ekki vart mikils
sársauka því að léttúðugur tónn sögunnar
leyfir það ekki. Samt er það áhugavert að
sögulokin snúast ekki um viðureign barnanna
við illa andann Iblis eða við endurreistu
múmíuna Ikhnaton (sem höfundur
bókarinnar lítur greinilega öðrum augum en
Nóbelsverðlaunahafinn Mafhúz en fyrir um
tveimur áratugum samdi hann áhugaverða
skáldsögu um þennan uppreisnargjarna
faraó) heldur um sátt þeirra við foreldrana.
Þegar öllu er á botninn hvolft er samband
barnanna við foreldra sína kannski heldur
vandmeðfarnara en skrímsli sem má eyða
með göldrum.
Svipað minni má sjá í ávítarabókunum.
Þar vekur athygli hvernig fjölskylda Dínu fer
sístækkandi. í upphafi er hún eins og hálfgert
úrkast í smábænum þar sem hún býr ásamt
móður sinni og systkinum - raunar ekki í
þorpinu sjálfu heldur aðeins fyrir utan og
vitanlega má skilja það táknrænum skilningí.
í Dóttur ávítarans nær hún að eignast
vini, einkum þó furstasoninn Nikódemus
sem hefur misst alla fjölskyldu sína og er
sakaður um að hafa myrt hana. Sjálfur
er hann kallaður „ófreskjan" vegna þessa
meinta glæps síns en Dína skynjar með
aðstoð hæfileika síns að hann er saklaus
- og kannski er Drakan frændi hans hin
raunverulega ófreskja í lífi Nikós og þeirra
allra. Þannig er ófreskjan í fjölskyldunni sjálfri
en um leið ná Dína og Nikódemus saman
vegna þess að bæði hafa þau verið stimpluð
sem ófreskjur.
Fleiri hjálparmenn bætast síðan í hópinn og
í Ávítaratákninu er Dína hluti af sístækkandi
stórfjölskyldu andstæðinga Drakans hins illa
sem birtist raunar alls ekki í þeirri bók. í enn
ríkara mæli en í Dóttur ávítarans berst hún
hins vegar við eigin hæfileika. Það leynir sér
ekki að Dína lítur á sjálfa sig sem skrímslið í
eigin tilveru og það skrímsl er ekki auðvelt
viðureignar. Öllu minni spenna er í hennar
eigin fjölskyldu og lítil þróun í sambandi
þeirra Níkós. í heildina tekið er Ávítaratáknið
því heldur átakaminni en Dóttir ávítarans og
raunar má velta því fyrir sér hvort kröfur um
framhald vinsælla bóka skapi ekki ákveðna
hættu á að allur mergur sogist úr sögunni.
í Dóttur ávítarans koma drekar fyrir í
hefðbundnu skrímslishlutverki en Eragon
hefst á því að fjölskyldu Eragons er í raun
skípt út fyrir hinn forna andstæðing Sigurðar
Fáfnisbana, drekann sem verður síðan helsti
félagi söguhetjunnar. Eragon eignast Safíru
og samband þeirra verður brátt innilegra
en flest fjölskyldubönd. Safíra er stundum
eins og móðir Eragons, stundum eins og
systir hans, stundum eins og dóttir hans.
Sumt skilur hún betur en hann en stundum
þarf hann líka að vernda hana. Flér er
hinu hefðbundna drekaminni alveg snúið á
haus þar sem dýrið er ekki lengur ófreskja
heldur sálufélagi. Aðrar óvættir taka við hinu
hlutverkinu og flækjunum í lífi Eragons lýkur
alls ekki því að á vegferð sinni kynnist hann
öðrum unglingi sem nefnist Murtagh. Sá
er bæði bjargvættur hans, keppinautur og
andstæðingur því að brátt kemur í Ijós að
hann er úr liði andstæðinganna þó að hann
sé í raun í uppreisn gegn föður sínum sem
er helsti þjónn hins illa konungs Galbatorix.
Tilfinningar Murtaghs og Eragons til hvors
annars eru frá upphafi blendnar. Þeir eru
háðir hvor öðrum og þó tregir til vináttu.
Milli þeirra eru ákveðin bönd og þó eiga þeir
í stöðugum átökum. Það þarf því ekki að
koma nöskum lesendum á óvart að í næstu
bók reynist Murtagh vera bróðir Eragons.
í Eragon er sambandið við skrímslið gjöfult
og flækjulítið en sambandið við fjölskylduna
er flókið og sársaukafullt. Það liggur því beint
við að lesendur standi með skrímslunum og
hið sama á víð í Silfurvæng þar sem okkur
býðst að standa með dýrum sem flestum
finnast viðbjóðsleg. Leðurblökureru vitaskuld
hálfgert viðundur náttúrunnar þar sem þær
eru fljúgandi spendýr. í bókmenntum eru
þær afar sjaldan boðberi góðs og algengasta
hlutverk þeirra líklega að vekja minni háttar
óhug skömmu áður en söguhetjurnar horfast
í augu við ennþá stærri ógn. Við þetta bætist
að helsti andstæðingur Skugga í bókinni er
önnur leðurblaka, frumskógarbúinn Goti
sem hikar ekki við að éta aðrar leðurblökur.
Segja má að ákveðin sifjaspellalykt sé af
slíkri persónu, risastórri leðurblöku sem étur
smærri ættingja sína. Goti minnir enn fremur
á að ógnin býr ekki alltaf utan fjölskyldunnar
heldur iðulega innan hennar. Ákveðin
tvöfeldni felst svo í því að Skuggi, Marfna og
aðrar leðurblökur eru sjálf skrímsl í augum
annarra. Sagan öll snýst um hlutskipti hins
annarlega og útskúfaða.
Ennþá flóknara er skrímslatáknmálið í
Abarat sem slær öllum þessum bókum við
að því leyti og því ætla ég að víkja að
henni nokkrum orðum þó að hún sé utan
hins formlega ramma þessarar greinar (þar
sem hún kom út árið 2004). Á ferð sinni
frá hinum rólega Kjúklingabæ sem hún er
sannfærð um að sé leiðinlegasti staður í heimi
kynnist Candy Quackenbush fínngálkninu
Jóni hrekk. Hann hefur ósamstæð augu og
trjágreinar upp úr höfðinu og á þeim sjö
höfuð önnur. Þrátt fyrir þetta útlit er Jón
hrekkur samt gott skrímsli og Candy óttast
hann ekki. Síðan eru þau elt af skrímslinu
Mendelson Form og allur sá eltingarleikur
líkist engu meira en martröð. Þeir sem
kannast við kvikmyndir höfundarins Clive
Barker eru varla hissa yfir því, þar eru
ímyndir sem eiga hvergi betur heima en í
frumstæðustu martröðum. En um leið og
skrímslin í Abarat eru flestum skrímslum
óhugnanlegri eru þau mennsk þannig að
við þau má hafa samskipti þó að þau séu
vitaskuld annarleg líka. Mendelson Form er
með gleðisnauðan svip fullan af hatri út í
heimínn. Hvað honum gengur til er engin
leið að skilja á þeirri stundu en flótti Candyar
undan honum leiðir hana til Abarats þar sem
alls konarskrímsli hafastvið á eyjum. Sum eru
fallega Ijót en önnur bara Ijót. Sum reynast
hjálpleg en önnur andsnúin Candy. Þar ber
hæst Kristófer Carrion lávarð á Miðnætti
sem reynist vera húsbóndi Mendelsons Form
og er eins og staðalmynd af hinum illa
andstæðingi hetjunnar í einfaldri sögu. En
strax í bókarlok hefur skapast ákveðinn efi
um það hvort hann sé erkiandstæðingur
Candyar eða hvort fulltrúi vísinda, tækni,
upplýsingar og markaðarins, Rojo Pixler, sé
hugsanlega ennþá hættulegri, þó að hann