Börn og menning - 01.04.2006, Síða 32

Börn og menning - 01.04.2006, Síða 32
32 Börn og menning pabbi les Dr. Gunni les fyrir svefninn Nú er frumburður minn Dagbjartur Óli orðinn tveggja og hálfs árs. Við hjónin tókum þá ákvörðun þegar hann var u.þ.b. eins árs að lesa alltaf fyrir hann áður en hann fer að sofa. Hann er frekar spenntur fyrir bókmenntunum en sjaldnast mjög spenntur fyrir því að sofna svo lesturínn á það til að teygjast á langinn. Hann er náttúrulega smábarn ennþá svo bækurnar þurfa að vera með myndum. Velheppnaðar nýjar smábarnabækur Ekki er verra að mér finnist bækurnar pínulítið skemmtilegar líka. Og ef ég man eftir þeim úr eigin æsku verða þær sjálfkrafa aðeins meira spennandi fyrir mig en einhverjar nútíma barnabókmenntir sem ég kannast ekkert við. Á því eru þó margar undantekningar. Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni er t.d. bók sem við feðgarnir höfum báðir gaman að. Barnabók um kúk hefði aldrei meikað það 1966, jafnvel ekki verið leyfð. Þessi kennslubók í saurtegundum er þó merkilega smekkleg og niðurstaðan er skýr og biblíuleg: Auga fyrir auga og kúk fyrir kúk. Greppikló er flott bók. Fallega teiknuð og vel þýdd. Ekki við öðru að búast af Þórarni Eldjárn svo sem, sem þýðir líka moldvörpubókina. Bókin er um klækjótta mús sem snýr aðstæðum sér í hag og stendur uppi sem sigurvegari. Einskonar Davíð og Golíat í dýraríkinu. Gráðuga lirfan er einföld bók um lirfu sem étur sig í gegnum ýmiskonar matvöru. Lirfan verður að lokum að fiðrildi og flýgur út í loftið. Bókin er götuð til að tákna ferð lirfunnar í gegnum ýmsar matvörutegundir, einfalt trix sem virkar. Velheppnuð smábarnabók. Björk er góð Bókaútgáfan Björk hefur gefið út „skemmtilegu smábarnabækurnar" síðan um miðja síðustu öld og er enn að. Bækurnar frá þeim eru klassískt „stöff" og ég kannast vel við fyrstu bækurnar í seríunni. Allt þetta svolgrar sonurinn í sig, en það þýðir ekkert að bjóða upp á sömu bækurnar aftur og aftur, kvöld eftir kvöld, heldur þarf ég að bjóða honum upp á fjölbreytni og endurnýjun. Engu að síður er merkilegt hvað hann nennir að hlusta á sögurnar um Bláu könnuna og Græna hattinn, sem eru nokkurn veginn sama sagan, en reyndar með misgóðum endum. Kannan „böggast" í fólki og vill að það taki sig niður af hillunni. Ef ég sæi talandi könnu myndi ég hlýða henni í einu og öllu og síðan fara til geðlæknis. Fólkið í bókinni setur hins vegar á sig snúð og það er ekki fyrr en köttur bregst við að botn fæst í söguna. Flann hendir könnunni á gólfið og hún brotnar. Talandi græni hatturinn endar hins vegar á höfði smástelpu. Næstar í útgáfuröð Bjarkar eru sögur um

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.