Börn og menning - 01.04.2006, Page 34
34
Börn og menning
leiklist
Bjarni Guðmarsson
Börn bæta heiminn
Enn af foreldravandamálum i Matthíasarborg.
*
Ronja ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren í
leikstjórn Sigrúnar Eddu Björnsdóttur.
Sýnt í Borgarleikhúsinu.
Leikgerð: Annina Enckell.
Islensk þýðing: Þorleifur Hauksson.
Þýðing söngtexta: Böðvar Guðmundsson.
Tónlist og söngvar: Sebastian.
Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson.
Gervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir.
Brúðugerð: Bernd Ogrodnik.
Lýsing: Halldór Örn Óskarsson.
Hreyfingar og dans: Ástrós Gunnarsdóttir.
Tónlistarstjóri: Karl Olgeirsson.
Leikendur: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Friðrik
Friðriksson, Þórhallur Sigurðsson, Sóley
Eliasdóttir og Eggert Þorleifsson og fleiri auk
hóps barna.
Astrid Lindgren hefur í háa herrans tíð
verið besti vinur íslenskra barna og sögur
hennar jafn lengi verið sjálfsögð lesning
að kalla á hverju heimili landsins. Margar
þeirra hafa raunar einnig öðlast sjálfstætt
líf í ágætum bíó- og sjónvarpsmyndum -
og þá ekki síður á fjölunum, ekki síst þeim
íslensku. Borgarleikhúsið hefur þannig upp
á síðkastið verið iðið við að rifja upp þessi
kynni og kynnt nýrri kynslóð þessi ágætu
verk; fyrst voru það Lína langsokkur og
Kalli á þakinu og nú Ronja ræningjadóttir
- sem hér skal fjallað lítillega um - og
sennilega líður ekki á löngu áður en í það
minnsta heillakarlinn Emil í Kattholti birtist
á stóra sviðinu.