Börn og menning - 01.04.2006, Page 35

Börn og menning - 01.04.2006, Page 35
Börn bæta heiminn Örnefnasöfnun í Lapplandi En nú er það sem sagt sagan um Ronju ræningjadóttur. Líklega er hægt að setja á langar tölur um það hvað verkið fjalli eiginlega um, um efni og inntak sögunnar um Ronju. Sumir sjá þar ugglaust það gamla og unga eða nýja takast á - pínulítinn Rómeó kannski og pínulitla Júlíu, þó með 'happy end' - aðrir sjá Ronju kannski sem byltingarforingja og enn aðrir finna í henni anarkista og grænfriðung - í það minnsta friðarsinna. Gæti það gert hvern mann vitlausan að leggjast í slíkar vangaveltur og verður því ekki staldrað lengur við hér. Hvernig sem því vfkur við virðist mega segja að það sem heillar helst og hrífur bæði börn og fullorðna þegar Ronja er annars vegar er barnsleg réttlætiskennd hennar og því sem hún kemur til leiðar. Ronja kemur á friði á milli skógarbúa eftir áratuga langan ófrið Matthfasar og Borka og feðra þeirra þar á undan; hún er svo handviss og stefnuföst að hún hikar ekki við að varpa sjálfri sér í hendur óvinarinstil aðjafna leikinn svo réttlætið megi örugglega sigra að lokum. Það er því ekki kyn að Matthías segi við fyrrum erkifjanda sínn en nú fóstbróður eftir að Ronja hefur slökkt fyrir þeim stríðið: „Það er bara ekkert hægt að ráða við þessi börn, nú á tímum!" Sagt er að Astrid Lindgren hafi verið komin á áttræðisaldur þegar hún hóf að leiða hugann að Ronju og hún mun hafa lokið við söguna á tveimur árum. Þann tíma sat frú Lindgren einatt með gamla skólaatlasinn sinn og ferðaðist með fingrinum og barst sífellt norðar á bóginn; þar fann hún hentuga umgjörð fyrir atburðina og kórrétt heiti á fólk og staði. Þannig leiddi vísifingurinn hana að stöðuvatninu Juronjaure í Lapplandi en með því að sneiða af tvo fyrstu bókstafina í þessu ágæta örnefni og þrjá þá síðustu hafði aðalsöguhetjan Ronja fengið nafn við hæfi. Erfiðar heimilisaðstæður Inn i þennan norræna ævintýraskóg, með skógarnornum, huldufólki og grádvergum að ógleymdum kastala, leynigöngum og helli, setti Astrid Lindgren síðan til þess að gera tvö ofur venjuleg börn, strák og stúlku, með alvanalegt heimilisböl og foreldravandamál á bakinu. Þannig á Ronja fyrir föður óforbetranlegan þvergirðing, orðljótan ræningjalurk með siðferðisvitund á við grádverg. En Matthías er naut með barnshjarta og föðurástin takmarkalítil. Um hríð virðist þvermóðskan og fjandskapurinn ætla að yfirskyggja föðurástina, og mér er nær að halda að þar sem Matthías hafnar barni sínu sé komið eitthvert áhrifamesta „mómentið" í samanlögðum barnabókmenntum - maður veit alls ekki hvort kökkurinn í hálsinum er fremur vegna Ronju eða tréhaussins pabba hennar. Lovísa móðir Ronju er öllu óræðari

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.