Studia Islandica - 01.06.1958, Blaðsíða 8

Studia Islandica - 01.06.1958, Blaðsíða 8
6 Óðinn drottnar yfir öllu. Völvan i Völuspá beinir ræðu sinni fyrst og fremst til Óðins. Óðinn neyðir hana til að segja frá leyndum dómum. Það var Óðinn, sem rakst á tvo líflausa trédrumba á sjávarströndu og gaf þeim „önd“ og gerði þau að manni og konu og að forfeðrum okkar allra. Við eigum Óðni að þakka hina dýrmæt- ustu gjöf, gjöf skáldskaparins. Undir nafni Bölverks rændi hann hinum helga miði úr jötnaborginni og færði hann heim í Ásgarð. En ekki nægir að kalla Óðin guð skáldskaparins. Hann er guð allrar leyndrar speki. Þegar hann hékk níu nætur á hinum vindga meiði, Yggdrasli, eins og á gálga, kom hann auga á rúnirnar. Hann greip þær og eignaðist þær. Óðinn er galdrameistari og kann galdra- ljóðin öll. Hann vekur upp dauða völvu og neyðir hana til að segja frá örlögum Baldurs. Hann neyðir hengda menn til að tala við sig, og því kann hann leyndardóma dauðans. Hann hefir enn fleiri hæfileika. Hann stöðvar spjót á lofti með augnaráði sínu einu, og þegar hann gelur undir skjaldarrandir vina sinna, fara þeir sigur- vissir í orustu. Auðséð er, að Óðinn er guð stríðs og guð hermanna. Hann er fulltrúi og verndari hinna frægustu hetja, eins og sagt er aftur og aftur í fornaldarsögum, Hann vel- ur hestinn Grana fyrir Sigurð og fylgir honum á leið, þegar hann á að hefna föður síns. Hann ræður honum ráð, þegar hann fer á móti drekanum Fáfni. Á sama hátt stóð Danakonungurinn Haraldur hilditönn undir vernd Óðins í hálft annað hundrað vetra: „Var seiðat at Haraldi konungi, at hann skyldi eigi bíta járn, ok svá var síðan, at hann hafði aldregi hlíf í orrustu, ok festi þó ekki vápn á honum.“1 Þegar þessar útvöldu hetjur hníga loks að velli, þá er það ekki af því að Óðinn hafi yfirgefið þær, heldur i) Svo segir í Sögubroti (IV. kap.). Saxo lýsir sambandinu á milli Haralds og Óðins í Danasögu sinni (Liber VII).

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.