Studia Islandica - 01.06.1958, Blaðsíða 17

Studia Islandica - 01.06.1958, Blaðsíða 17
15 anskra þjóða til fulls án þess að taka tillit til trúar- bragða annarra indó-evrópskra þjóða.1 Mér virðist sem de Vries sé að feta í fótspor frakkneska lærdómsmanns- ins Georges Dumézils, sem er án efa lærðastur maður í samanburðargoðafræði, sem nú er uppi.2 Kenningar Dumézils hafa í rauninni margt sameigin- legt kenningum Grimms og annarra mikilla lærdóms- manna nítjándu aldar. 1 fáum orðum sagt heldur Du- mézil því fram, að trúarhugmyndir allra eða flestallra indó-evrópskra þjóða hafi verið svipaðar. Að uppruna var þetta ein og sama trúin, sem hafði sprottið upp úr samfelldri menningu. Því er haldið fram, að sömu siðir hafi verið ríkjandi og sömu guðverur hafi verið dýrk- aðar af flestöllum indó-evrópskum þjóðflokkum, af Ind- verjum þegar á fjórtándu öld fyrir Krists burð, af írum á fyrstu öldum eftir Krist, af Islendingum á tíundu öld eftir Krist. Rök fyrir þessu finnur Dumézil ekki í nöfnum goð- anna, heldur í orðum, sem notuð voru um ýmiss konar embættismenn og trúarathafnir. Nú er langt síðan kelt- neskufræðingurinn J. Vendryes tók eftir því, að orð, sem táknuðu vissar trúarhugmyndir og embættismenn í heiðnum sið, voru af sama uppruna í mörgum indó- evrópskum málum, en sérstaklega í sanskrít, persnesku, latínu og keltneskum málum.s Sem dæmi má nefna sagnorðið, sem kemur fram í írsku sem cretim (að trúa), í latínu sem credo og í sanskrít sem crád dad- hami. Einnig má nefna í sanskrít nafnorðið raj (kon- 1) Germanisch-Romanische Monatschrift XXXIII (N.F. II, 1951), bls. 1 og áfram. 2) Helztu rit Dumézils, sem snerta norrænt efni, eru: Mythes et dieux des Germains, 1939; Mitra-Varuna, 1948; Loki, 1948; Les dieux des Indo-Européens, 1952; La Saga de Hadingus, 1953; Aspects de la Fonction Guerriére, 1956. Ég hefi skrifað ritkorn um kenningar Dumézils í Saga-Book of the Viking Society XIV, Parts 1—2, 1953—5, bls. 131 og áfram. 3) Mémoires de la Société de Linguistique de Paris XX, 1918, bls. 265—285.

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.