Studia Islandica - 01.06.1958, Blaðsíða 22

Studia Islandica - 01.06.1958, Blaðsíða 22
20 vafasamt, en bæði hann og de Vries eru sammála um, að Óðinn sé æðstur allra goða í hinum germanska goða- heimi. Hann er sá guð, sem menn hafa litið upp til og óttazt mest. Hann er regnator omnium deus, hinn hræði- legi guð, sem þjóðflokkurinn Semnones dýrkaði í hin- um helga lundi.1 En hið furðulega við þetta er, að Óðinn er hinn lög- lausi guð, en Ullur og Týr eiga að vera guðir réttlætis eins og hinn indverski Mitra og keltneski Nuadu. Þetta er, að mínu áliti, mjög djarfleg niðurstaða, en þetta er mergurinn málsins. Þar sem guðir réttlætis hafa ver- ið ríkjandi hjá flestum þjóðum og hrökklast mjög sjald- an frá völdum, hefir vald hins löglausa, hins ,,óða“ ver- ið ríkjandi hjá germönskum þjóðum. I írsku sögninni, sem um var getið, er Nuadu guð réttlætis. Einu sinni var hann neyddur til að láta af völdum, og í stað hans kom hinn vondi harðstjóri Bress, er lét greipar sópa um allar kýr í Munster. Bress réð ríkjum í sjö ár, þangað til fólkið gerði uppreisn og tók Nuadu aftur til konungs. Bress er hinn írski Óðinn, og við hlið hans stendur frændi hans, hinn bölvísi, ein- eygði Balor, sem drap að lokum Nuadu með augnaráði sínu einu. En eru fleiri rök, sem mæla með því, að í menningu Germana að fornu hafi þekkzt slík afneitun siðalög- máls? Ég held, að svo sé, en þetta á eingöngu við Germ- ana á meginlandinu. Má þar minna á þjóðflokkinn Harii með sínum grímuklæddu stigamönnum, sem máluðu líkami sína til að skjóta óvinum sínum skelk í bringu. f Gallastríðinu lýsir Cæsar stjórnskipulagi germ- anskra þjóðflokka á mjög merkilegan hátt.2 Enginn, sagði Cæsar, á jarðir (eða fasteignir), en höfðingjar úthluta jörðunum árlega. Að ári liðnu eru bændur 1) Tacitus, Germania XXXIX. 2) De Bello Gallico VI, 22.

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.