Studia Islandica - 01.06.1958, Blaðsíða 14

Studia Islandica - 01.06.1958, Blaðsíða 14
12 þýzka trúboða, Þangbrands. Þór var verjandi Miðgarðs og, að því er virðist, jafnframt Ásgarðs. Þór er ekki eini guðinn, sem sögur fara af, að Islend- ingar hafi dýrkað. Þegar menn unnu eið að hinum helga baugi, var lögskylda að ákalla Frey. örnefni eins og Freysnes og Freyshólar gefa í skyn, að Freyr hefir verið dýrkaður á Austurlandi. Mannanöfn eins og Frey- steinn og Freydís hljóta að hafa staðið í einhverju sam- bandi við Fre-y. Freyr hét öðru nafni Yngvi, og manna- nöfnin Ingjaldur og Ingunn bera líka vitni um dýrkun Freys í vissum ættum. Dýrkun Freys er lýst aðallega í þremur Islendinga- sögum: í Gísla sögu, Víga-Glúms sögu og Hrafnkels sögu og að litlu leyti í Brandkrossa þcetti. Bersýnilegt er, að höfundar Gísla sögu og Víga-Glúms sögu hafa litið á Frey sem frjósemdarguð, eins og Norðmenn og Svíar hafa einnig gert. Minnast má frásagnarinnar um Þorgrím Freysgoða, sem „ætlaði at hafa haustboð at vetrnóttum ok fagna vetri ok blóta Frey.“ Eftir dauða Þorgríms „varð ok sá hlutr einn, er nýnæmum þótti gegna, at aldrei festi snæ útan ok sunnan á haugi Þor- gríms ok ekki fraus; ok gátu menn þess til, at hann myndi Frey svá ávarðr fyrir blótin, at hann myndi eigi vilja, at frori á milli þeira.“ Má líka minnast vísunnar: „teina sák í túni tálgríms vinar fálu ...“ þar sem Gísli gefur í skyn í „ofljósu“ (fólgnu) máli, að hann sjái grasið spretta á haugi Þorgríms að vetrar- lagi. Samkvæmt Víga-Glúms sögu er Freyr líka guð frjó- semdar. Skammt frá hofi hans, á Hripkelsstöðum, ligg- ur hinn frjósami akur Vitazgjafi, er aldrei bregzt. Dýrk- un Freys er einnig drjúgur þáttur í Hrafnkels sögu. Sigurður Nordal hefir sýnt fram á það,1 að þessi gim- i) Hrafnkatla (Studia Islandica VII) 1940; sbr. Jón Jóhannes- son, Islenzk fornrit XI, 1950, bls. XXXIX og áfram.

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.