Studia Islandica - 01.06.1958, Blaðsíða 26

Studia Islandica - 01.06.1958, Blaðsíða 26
24 menn valið aðalguð sinn eftir þjóðskipulagi sínu, lífs- háttum og þörfum. Svíar voru háðir frjósemd jarðar- innar, og því hefir æðsti guð þeirra verið frjósemdar- guðinn Freyr. Ibúar vestur-Noregs, og þá líka Islend- ingar, hafa valið hinn trausta Þór, sem hlýtur að vera hinn almáttki áss í augum þeirra.1 En konungar og kappar, þeir sem hafa brotizt til valda, hafa dýrkað hinn löglausa, skapandi guð Óðin. Ég tel ólíklegt, að dýrkun Óðins hafi tíðkazt hjá vest- ur-norrænum þjóðflokkum fyrr en á níundu öld, en vel má vera, að Óðinn hafi verið aðalguð Þjóðverja í marg- ar aldir. Þessi kenning er að sumu leyti gamaldags, en ekki þarf hún að vera röng fyrir því. SUMMARY. The author draws attention to the discrepancy be- tween the mythological and historical works written in Iceland during the Middle Ages. According to the former, Óðinn is chief of all the northern gods, while in the latter he plays so little part that it is doubtful whether he was worshipped in Iceland at all. It has been supposed by some scholars that the nameless al- i) A. Bugge (Aarbayer for nordisk Oldkyndighed og Historie 1900, bls. 290) og C. Marstander (Revue Celtique XXXVI, 1915, bls. 244 og áfram) benda á þaS, að samkvæmt írskum annálum var hringur eða baugur (fail nó fáinnej, sem Þór átti, að því er virðist, í hofi í nágrenni við Dyflinni. Árið 994 hefir írskur kon- ungur, Maelseachlainn að nafni, rænt hinum helga baugi. Getið er líka hins helga lundar Þórs (Coill Tomair) á þessu svæði, sem Brjánn konungur hefir eyðilagt árið 1000. Marstrander hefir sýnt fram á, að Þór hefir verið aðalguð nor- rænna manna á trlandi og Irar hafa kallað norræna menn „menn Þórs“ (muinter Tovnair) í mótsetningu við „menn guðs eða Krists" (Muinter Dé, Muinter Críst), sem írar hafa kallað sjálfa sig. 1 öðru riti (Bidrag til det norske sprogs historie i Irland, 1915) hef- ir Marstrander sýnt, að norrænir landnámsmenn á írlandi voru flestir úr vestur-Noregi, eins og Islendingar. Mállýzka þeirra var mjög lík íslenzku, og þeir hafa sennilega haft svipaðar trúarhug- myndir. Sjá ennfremur J. Steenstrup, Normannerne II, 1878, bls. 359—362.

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.