Studia Islandica - 01.06.1958, Blaðsíða 18

Studia Islandica - 01.06.1958, Blaðsíða 18
16 ungur), í latínu rex og í írsku n. Hið indó-evrópska orð deiwo- (guð) er varðveitt í enn fleiri málum, í sans- krít sem deváh, í latínu sem deus, í írsku sem día og, að því er virðist, í germönsku málunum sem guðsnafn- ið *Tiwaz eða Týr. En hver voru sérkenni þessarar trúar og fylgismanna hennar? Því er haldið fram, að guðirnir hafi speglað þjóðfélag dýrkenda sinna. Dumézil greinir á milli þriggja stétta manna, eins og höfundur Rígsþulu greinir á milli þræla, karla og jarla. Konungurinn og presturinn hafa myndað æðstu stéttina; það er að segja á Indlandi raj og brahman, í Róm rex og flamen. Aðra stéttina skip- uðu hermenn, hinir hraustu menn. Og í þriðju stéttinni voru hinir lítillátu jarðyrkjendur. Hver þessara stétta á að speglast í goðheimi. I ind- versku sálmunum Rigveda, sem eru elztir allra bók- menntalegra heimilda, eru æðstu guðirnir aðallega tveir, Varuna og Mitra. Helzti guð miðstéttarinnar er hinn mikli herguð Indra, og þriðja stétt manna speglast í Asvinum, sem eru tvíburar og veita mönnum frjósemd og heilsu. Guðirnir, sem heyra undir hæstu stéttina og miðstéttina, líta niður á hin lítillátu frjósemdargoð. Slíkan stéttarmun má greina í rómverskum og kelt- neskum goðsögnum, t. d. í rómversku goðunum Iupiter, Mars, Quirinus. Á Indlandi, í Rómaborg og í keltnesku löndunum mynduðu prestarnir stétt út af fyrir sig; þeir færðu goðunum fórnir og geymdu hina heilögu speki. Þessir heilögu menn, brahmanar, flamines, druidar, höfðu margt sameiginlegt; þeir höfðu sameiginlegar skyldur, og ýmislegt var þeim öllum bannað. T. d. máttu brahm- anar og flamines ekki neyta áfengis; þeir máttu ekki snerta hunda eða hesta og voru skyldir til að gæta still- ingar í kynferðismálum. Þeir voru oftast hvítklæddir. En lítum nú á germönsku löndin fyrir austan Rínar- fljót. Hvers konar trúarbrögð ríktu þar? Cæsar hafði

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.