Studia Islandica - 01.06.1958, Blaðsíða 9
7
af því að hann ann þeim um fram aðra. Hann má ekki
án þeirra vera í Valhöllu, þar sem þær verða að Ein-
herjum og ala aldur sinn við íþróttir og veizlur allt til
ragnaraka. En þá munu hinar dauðu hetjur fara út úr
Valhöllu fylktu liði og berjast á móti úlfinum við hlið
Óðins. Við vitum ekki, hvenær þessi hræðilegi dagur
kemur, en hitt vitum við, að hinn grái Fenrir er að
slíta bönd sín, reiðubúinn til að stökkva og ráðast á
okkur:
Óvíst es at vita
sér úlfr inn hpsvi
á sjgt goða.1 2
Flestallar þær heimildir, sem ég hefi getið um, eru
varðveittar í íslenzkum handritum einum. Menn eru nú
sammála um það, að margar þeirra hafi verið samdar
eða ortar af íslenzkum höfundum, t. d. Snorra-Edda og
Völuspá. En líklegt er, að sumar þessara heimilda séu
runnar frá Noregi. Hávamál eru auðvitað samsett úr
ýmsum kvæðabrotum, en flestir fræðimenn munu vera
sammála um, að meirihluti þeirra hafi verið ortur í
Noregi á níundu eða tíundu öld. Það má því ganga að
því vísu, að svipaðar hugmyndir um Óðin hafi verið
ríkjandi í Noregi og á Islandi á tíundu öld, að minnsta
kosti hjá vissum stéttum manna.
En snúum okkur nú að hinum svokölluðu ,,sögulegu“
heimildum, þar sem hversdagsathöfnum hinna heiðnu
Islendinga er lýst. Ég á aðallega við Islendingasögur
og Landnámabók. Sagnfræðingar á okkar dögum hafa
vefengt sögulegt sannleiksgildi Islendingasagna og það
ekki að ástæðulausu. Islenzkir fræðimenn, sem nú eru
uppi, hafa sýnt, að tilgangur flestra höfunda þeirra
hefir verið að skapa listaverk.2 En þar með er ekki
sagt, að íslendingasögur séu einskis virði sem sagn-
1) Úr Eiríksmálum.
2) Ég hefi hér aðallega í huga fjölmörg rit eftir Sigurð Nordal
og Einar Ólaf Sveinsson.