Studia Islandica - 01.06.1958, Blaðsíða 23

Studia Islandica - 01.06.1958, Blaðsíða 23
21 skyldir til að fara frá jörðum sínum og auðvitað að selja fram ávöxt þeirra. 1 þjóðfélagi af þessu tagi var ekki rúm fyrir aðals- menn, og þar voru engir óðalsbændur. Slíkt þjóðskipu- lag er grundvallað á stríði. Hershöfðingjar og hermenn fara einir með völdin. Satt að segja er þetta þjóðskipu- lagið, sem speglast í Valhöllu, þar sem Óðinn ræður ríkjum. Hann er foringi Einherja í goðheimi og kappa í þessum heimi. Rétt er að minnast á frásagnir um kappa einn, sem var uppeldissonur Óðins. Ég á við Starkað Stórvirks- son. Starkaður var af jötnaættum, og því var hann óvinur Þórs. Óðinn skapaði honum það, að hann skyldi lifa í þrjá mannsaldra, en Starkaður var níðingur og vann níðingsverk á hverjum mannsaldri: hið fyrsta var að hengja drottin sinn, Vikar konung. Óðinn gaf Stark- aði skáldgáfuna: hann orti ekki seinna en hann mælti. En hið athyglisverðasta er, að Starkaður var ekki bund- inn neinum mannlegum tengslum, Hann átti hvorki son né dóttur og var leiður allri alþýðu. Hann átti of lausa- fjár, en hvorki land né láð.1 2 Lýsing Cæsars á Þjóðverjum við Rínarfljót er furð- anlega lík lýsingu á stjórn Haralds hins hárfagra, sem Snorri skrifaði tólf öldum seinna: (Hann) eignaðisk í hverju fylki óðul q11 ok allt land, byggt ok óbyggt, ok jafnvel sjóinn ok vgtnin, ok skyldu allir búendr vera hans leiglendingar .. .2 Með öðrum orðum hefir Haraldur brotið lög á mönn- um og komið með löglaust einræði, sem var í andstöðu við vald aðalsmanna og óðalsbænda, sem áður voru ríkjandi í Noregi. Eins og saga Bretlands gefur skýrlega til kynna, eru einræði og konungsríki illa samrýmanleg ríki aðals- manna eða óðalsbænda. En á dögum Haralds var að- 1) Oautreks saga VII. 2) Egils saga Skalla-Grímssonar IV.

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.