Studia Islandica - 01.06.1958, Page 25

Studia Islandica - 01.06.1958, Page 25
23 heimildarmenn gefa ekki í skyn, að landnámsmenn Islands hafi dýrkað Óðin. Að uppruna voru leiðtogar þeirra aðalsmenn og óðalsbændur úr vestur-Noregi. Menning þeirra var byggð á föstum lögum og siðvenj- um og á ættartengslum. Sagt er, að þeir hafi flúið Nor- eg fyrir ofríki Haralds, en eins mætti segja, að þeir hefðu flúið fyrir ofríki Óðins. de Vries heldur því fram á einum stað, að Óðinn hafi verið hinn „aristókratíski" guð. Að mínu áliti er þetta misskilningur eða misnotkun orða. Óðinn er öllu heldur guð lögleysis og, að því er virðist, guð konungs- hirðar. Slíkar hugmyndir eru suðrænar að uppruna og hafa varla fest rætur í vestur-Noregi eða á Islandi, fyrr en heiðni var að líða undir lok. Af þessum ástæðum þykir mér mjög ósennilegt, að menn, sem unnu eið að baugi, hafi ávarpað Óðin sem hinn álmáttka ás. Til hvers hefði verið að ávarpa Óðin við slíkt tækifæri? Má þar minna á orð hans sjálfs: Baugeið Óðinn, hygg ek, at unnit hafi, hvat skal hans tryggðum trúa?1 Að lokum vil ég draga dæmin saman. Ég hygg, að rétt sé, eins og Dumézil heldur fram, að goðheimur sé spegilmynd þessa heims. Vera má, að trú indó-evr- ópskra þjóða hafi í upphafi verið ein og hin sama, en ef svo er, hafa trúarhugmyndir manna verið mjög á reiki. Æðstu guðirnir hafa ekki hjá öllum þjóðum sam- svarað hinum indversku Mitra-Varuna, heldur hafa i) Úr Hávamálum (110. vísa). Ég tel það hugsanlegt, að Víga- Glúmur hafi haft Óðin í huga, þegar hann sór rangan eða tví- ræðan eið og komst þannig að orði: „ek vinn hofseið at baugi, ok segi ek þat Æsi ..." (Víga-Glúms saga XXV). Ekki skil ég, hvað Hermann Pálsson á við (i ofangreindri ritgerð, bls. 188), þar sem hann skrifar: „hann (Glúmur) var að sverja tvíræðan eið og hefur því ekki viljað nota eiðstaf, þar sem Freyr vinur hans var nefndur." Freyr var óvinur Glúms.

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.