Studia Islandica - 01.06.1958, Blaðsíða 10

Studia Islandica - 01.06.1958, Blaðsíða 10
8 fræðilegar heimildir. Höfundar sagnanna hafa kunnað betri skil á menningu sinna heiðnu forfeðra en okkur er unnt. Þeir hafa ausið af heimildum, sem okkur eru ókunnar, gleymdum kvæðum, munnmælum og eldri rit- um, sem voru samin þegar á tólftu öld, en eru nú týnd. Það er því engin ofdirfska að fullyrða, að ýmsar sögur gefi sanna mynd af menningu íslendinga á tíundu öld. En þegar við snúum okkur að Landnámábók, er grundvöllurinn traustari. Jón Jóhannesson1 og fleiri íslenzkir fræðimenn hafa sannað, að sú bók eigi mjög fornar rætur og mikið af efni hennar hafi verið frum- samið þegar á dögum Ara fróða, aðeins þremur eða fjórum mannsöldrum eftir kristnitöku íslendinga. En hvað getum við lært af þessum sögulegu heim- ildum um trúarbrögð hinna heiðnu fslendinga? Heim- ildirnar hafa verið rannsakaðar af mörgum sérfræð- ingum, bæði hér á landi og í öðrum löndum. Geta má hinnar hlutlægu bókar Heiðins siðar á Islandi eftir Ólaf Briem (1945), sem margir munu kunna höfundi þakkir fyrir. Líka skal minnt á kaflana í hinu mikla riti Is- lenzkri menningu (1,1942), þar sem Sigurður Nordal lítur á trú hinna fornu fslendinga frá sjónarmiði heim- spekings. Við fyrsta álit virðist svo sem guðirnir hafi varla verið verulegur þáttur í þjóðlífi Islendinga að fornu. Auk þeirra voru mörg hulin öfl, svo sem landvættir, ármenn, álfar, tröll. Jón Jóhannesson hefir tekið fram í Islendinga sögu sinni,- að trúin á þessar lægri verur muni vera miklu eldri og frumstæðari en trúin á æsi eða önnur goð. Ég þori ekki að fullyrða, að þetta sé rétt, en hitt má fullyrða, að trúin á lægri verurnar hafi verið mun lífseigari en goðatrúin. Enn í dag trúa marg- ir, bæði hér og í öðrum vestrænum löndum, á huldu- J) Sjá Geröir Landnámabókar 1941, sérstaklega bls. 203 og áfram. 2) Islendinga saga I, 1956, bls. 145.

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.