Studia Islandica - 01.06.1960, Side 7

Studia Islandica - 01.06.1960, Side 7
Árrii Böðvarssori Nokkiai athuganii á lithœtti þjóðsagna- handiita i saíni Jóns Áinasonai Inngangsorð Þegar ég var að bera textann í útgáfu okkar Bjama Vilhjálmssonar á þjóðsögum Jóns Árnasonar, sem út kom í fimm bindum á árunum 1954—58,1 saman við frumritið í Landsbókasafni, flaug mér oft í hug að þarna væri saman kominn mikill efniviður til rannsóknar á ritmáli alþýðunnar. — I útgáfunni eru aftan við hvert bindi upplýsingar um ýmsan rithátt i handritum skrá- setjara sem ekki kemur fram í textanum sjálfum. Staf- setning hans var samræmd í útgáfunni, en það stöðugt haft í huga að við það færi ekki forgörðum nein vitn- eskja sem ritháttur handritanna gæfi eða kynni að gefa um málfar skrásetjara. Var því meira tínt til í skýringar en augljóslega var nauðsynlegt. Það hefði verið fróðlegt að athuga rækilega frávik skrásetjara frá hinu almenna beygingakerfi málsins, en í handritum þjóðsagnanna má finna dæmi bæði um þurfturðu fyrir „þurftirðu“, segjurðu fyrir „segirðu“, hefðurðu, vœrurðu, þátíðarmyndina í viðtengingarhætti hefða fyrir „hefði“ (3. persónu), túnini fyrir „túninu“, o. fl„ o. fl„ einnig um ýmiss konar fyrnsku, svo sem neit- unarforskeytið ú- í stað „ó-“, lýsingarorðsendinguna -lig- ur í stað ,,-legur“ o. s. frv„ um alls kyns beygingarmyndir skyldleikaorðanna, t. d. nefnifallið dóttrin, dóttirin eða dótturin, þolfallið dóttrina, dótturina, dóttirina, eignar- föllin föðurs og bróðurs og þolfallið bróðir, og yfirleitt flest það sem kennarar framhaldsskóla eiga við að stríða í fallbeygingum nemenda sinna. Slík frávik eru yfirleitt

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.