Studia Islandica - 01.06.1960, Síða 10
8
Lokhljóð
Stundum eru ritaðir linhljóðar í stað harðhljóða og
gæti það bent til linmælisframburðar, b, d, g í stað p, t,
k. Jón Sigurðsson í Steinum undir Eyjafjöllum ritar
parrug fyrir „parruk“ (III 448). Hjalti Jónsson á Ósi í
Steingrímsfirði ritar gleddust fyrir „glettust" (fh„ III
588). Björn Jóhannesson á Finnsstöðum í Köldukinn rit-
ar Jcunningsskab fyrir ,,-skap“ (III 142) og Sigurður
Jónsson í Möðrudal haugarnir fyrir „haukarnir" (V113),
og var þess þó sízt að vænta af Norðlendingum og Þing-
eyingum í þokkabót. Páll í Árkvörn skrifar gabastokkn-
um (IV 333). Stundum snúa menn þessu við, og t. d.
skrifar Jón í Steinum girnt fyrir „girnd“ („Ég hefi í
mörg ár haft girnt til biskupsfrúarinnar“, III554), Hjalti
á Ósi liáteii fyrir ,,hádegi“ (III 588), einnig Kampi í
stað „Kambi“ (bæjarnafn í þgf., III587), Ólafur í Purkey
Priamslœk fyrir „Brjánslæk“ (I 86 tvívegis) og Tómas
á Gróustöðum Gaprjel fyrir ,,Gabríel“ („sameign þeirra
Jóhannesar og Benedikt [svo!] Gaprjels‘(, III 342). —
Sigurður í Möðrudal sleppir g-inu og ritar ónarleg fyrir
„ógnarleg" (III 239).
1 sambandi við aðblástur á undan lokhljóði + öðru
samhljóði koma fyrir nokkur atriði athugunarverð. Orð-
myndirnar ámáttlega, -legt fyrir „ámátlega, -legt“ koma
m. a. fyrir í hdr. Sumarliða Brandssonar, Kollabúðum,
Barð. (III 250), sr. Páls Jónssonar í Hvammi, Laxárdal,
Skag. (III 304) og í afriti óþekkts skrifara af hdr. sr.
Benedikts á Brjánslæk, Barð. (III 446). Ólafur Sveins-
son í Purkey skrifar a. m. k. einu sinni skucksint fyrir
„skuggsýnt“ (I 25), Jón Bjarnason í Breiðuvík, N.-Múl.
snökksinnis og snökkvast fyrir „snöggsinnis, snöggvast“
(I 87 og 88) .3 Sigmundur Matthíasson Long á Brenni-
stöðum, S.-Múl., skrifar a. m. k. einu sinni gjeknum fyr-
ir „gegnum“ (IV 188), og Guðbrandur Erlendsson kökl-