Studia Islandica - 01.06.1960, Síða 11

Studia Islandica - 01.06.1960, Síða 11
9 ana fyrir „kögglana“ („hleypti kröftum í köklana á hon- um“, IV 450). Tómas á Gróustöðum snýr þessu við og ritar doggvan fyrir „dökkvan“ (III 399). I sögunni Tröllið í Skrúðnum (I 187) stendur í hdr. optnaðist fyrir „opnaðist". Ekki er vitað um skrásetjara, en á það er ritað: „Eftir húsfrú Sigríði Pálsdóttur í Hraungerði 1859.“4 Hjalti á Ósi skrifar sopnaði fyrir ,,sofnaði“ (III 441). Nokkur dæmi eru þess í handritum, sem annars eru með góðri stafsetningu, að hart lokhljóð sé tvíritað í orð- um þar sem það er annars venjulega einfalt, og á sama hátt kemur fyrir að einritað sé slíkt lokhljóð sem venju- lega er langt og aðblásið. Sumar slíkar tvímyndir orða eru kunnar annars staðar að, svo sem nh. rökva fyrir ,,rökkva“ í hdr. úr Flatey á Breiðafirði (II413), en raun- ar er stafsetning þess handrits léleg, svo að lítt verður á henni byggt. Sigurður í Möðrudal skrifar: „bar ekki neitt til tíðinda i nokur ár“ (III 238), Ebenezer í Flatey nöJcv- inn fyrir ,,nökkvinn“ (III 243), og loks ritar Sigmundur Matthiasson Long á Brennistöðum: „tveir draugar voru búnir að sokva einum niður allt upp undir hendur“ (III 377). Hjá Jóni Jónssyni söðla í Hlíðarendakoti, Rang., kem- ur einu sinni fyrir orðið Flóðalábbi fyrir „Flóðalappi“, eins og hann nefnir þann draug annars (III 330—31). k, g eða kj, gj í niðurlagi orða Sumir skrásetjarar rugla stöðugt saman táknum upp- gómmæltra og framgómmæltra lokhljóða í niðurlagi orða á undan a eða u; aðrir halda þessum táknum að- greindum. Má segja að rithátturinn k fyrir kj og g fyrir gj séu ein algengust og almennust frávik þjóðsagnaritar- anna frá almennu íslenzku hljóðkerfi. Þess er enginn

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.