Studia Islandica - 01.06.1960, Qupperneq 12
10
kostur að rekja þetta til fulls hér, en þó skal drepið á
nokkur dæmi sem sýnishorn.
Rithátturinn Jcirlca, kirku fyrir „kirkja, kirkju“ er t. d.
hjá Jóni Jónssyni á Akurhúsum í Garði (III 148), sr.
Jóni Ingjaldssyni á Húsavík (III 338—9), Jóni Bjarna-
syni í Breiðuvík, N.-Múl. (III353) og Guðbrandi Erlends-
syni frá Kirkjubólsseli í Norðfirði (III274). Björn Sveins-
son á Kaldrananesi, Strand. skrifar: „fór hann að sæka
menn til að koma Einari í kirkju“ (III 295), og í hdr. frá
sr. Jóni Kristjánssyni á Yztafelli, Þing., er þessi sami
nafnháttur ritaður eins (III 154). Meðal annarra nafn-
hátta sagna, þar sem ritað er -ka í stað -kja má nefna:
„og varð hún að kræka upp fyrir“ hjá Jóni Ólafssyni
ritstjóra frá Kolfreyjustað, Múl. (III 222), „þegar karl-
inn er búinn að steika sex stykki“ hjá Páli Pálssyni í Ár-
kvörn, Rang. (III 264), en ritháttur hans er mjög reik-
ull um þetta atriði, — og: „Hann þóktist þekka hann“ hjá
Sigurði í Möðrudal á Fjöllum (III 438).
Á undan -u eða öðrum endingum sem byrja á -u, er rit-
hátturinn ekki síður reikull en á undan a. Sr. Jón Ingjalds-
son á Húsavík skrifar t. d. bæði Höfðafcirfc'Wgarði og
landamerkum (III 421), penínga dýngum og ummerkum
(III337, 340), Sigmundur Long: „hestur kroppaði á þek-
unni upp yfir honum“ (III 377) og Jón í Steinum undir
Eyjafjöllum skrifar Höfðabrekkju-Jóka (III 325) og
kyrku fyrir ,,kirkju“ (IV 37). Meiri tilviljun er sjálfsagt
ritháttur Jóns Árnasonar þegar hann skrifar „vatnsand-
arnir eru vanir að bregða á sig ýmsum dýrálikjum“, en
á eftir hefur hann strikað út j-ið (1625). Jón á Gautlönd-
um skrifar á einum stað þrepsköldinn fyrir „þrepskjöld-
inn“ (= þröskuldinn) (III 385).
Svipuð dæmi má rekja um samrugling á -ga, -gu og
-gja, -gju. Sr. Jón Ingjaldsson ritar ættinga, „í líki hins
dána til að hræða ættinga og ástmenn hans“ (III 297),
ligga, tenga fyrir „liggja, tengja“ (III 196, 197); Jón
Borgfirðingur skrifar „kunninga sinn“ (III446), og í hdr.