Studia Islandica - 01.06.1960, Side 16
14
manna. Þar heita og Hólsárbotnar eftir málvenju Rang-
vellinga. Sr. Jón Kristjánsson ritar a. m. k. á einum stað
vingjarlega fyrir „vingjarnlega“ (II 275). Slíkt brottfall
nefhljóðsins í þessu orði er algengt í nútímamáli. I hdr.
úr Vopnafirði er neflega fyrir „nefnilega" (III 591), og
veldur því væntanlega framburðurinn [nebkqa], sem al-
gengur er í nútímamáli.
LJr Rangárvallasýslu þekki ég bezt framburðinn Berg-
þórshvoll [berþours%odlJ um bæ Njáls í Landeyjunum,
þegar hann er ekki kenndur sérstaklega við konu hans
og kallaður Bergþóruhvoll. Ólafur í Purkey hefur ritað
eftir þessari málvenju Berþórskvole (I 11), enda hefur
hann þá sögu eftir Gyríði nokkurri sem var „prests- eð-
ur prófastsdóttir að austan undan Eyjaf jöllum, ólygin og
ráðvönd að allra þeirra vitund er til hennar þekktu“.
Milli sérhljóðs og samhljóðs hverfa samhljóð einnig
stundum. Jón á Gautlöndum ritar brízla fyrir „brigzla“ í
nafnhætti (I 588), Brynjúlfur Jónsson á Minnanúpi,
Árn., bryði fyrir ,,brygði“ (III 343, „var sem lýsu bryði
yfir þá“), Ólafur í Purkey Harenda fyrir „Hamraenda"
(bæjamafn) í sögunni um hólgöngur Silunga-Bjarnar
(I 79), og sr. Jón Þórðarson, Auðkúlu, Hún., sokagörum
fyrir „sokkagörmum“ (I 362). Sjálfsagt er það ritvilla,
eins og t. d. árarhlumunum fyrir ,,-hlummunum“ er einn-
ig væntanlega (II 549, sbr. nýja útg. II 526).
Bakstæð samhljóð
Á Suðurlandsundirlendinu ber allmikið á því að bak-
stætt ð hverfi í framburði í orðunum ,,hingað“ og „þang-
að“, sem eru þá borin fram hínga og þánga. Jón Sigurðs-
son í Steinum skrifar alltaf þanga og venjulega hinga
(III 37, 44, 291, 393, 560 og víðar, hingað t. d. III 414),
og Páll í Árkvörn ritar einnig þanga (III558). Orðmynd-
in fyri fyrir „fyrir“ (forsetningin) kemur víða fyrir í hdr.
þjs., en það atriði kannaði ég ekki sérstaklega, og verða