Studia Islandica - 01.06.1960, Page 19

Studia Islandica - 01.06.1960, Page 19
17 tvíhljóðs sem hér ræðir um er algeng í íslenzku nú á dög- um. Framburðurinn Gunnlugur eða Gunnlögur má t. d. heita ríkjandi í Rangárvallasýslu ofanverðri, og er mér sérstaklega minnisstætt að þannig var nafn Gunnlaugs heitins Kristmundssonar sandgræðslustjóra yfirleitt bor- ið fram.10 Svo sem við er að búast sjást þess mörg dæmi í hdr. þjs. að sögnin að „ætla“ sé rituð atla. Þannig ritar t. d. óþekktur skrásetjari úr Borgarfirði syðra (II300—304), Ólafur í Purkey (I 38, 56 og víðar), Jón Borgfirðingur (I 361), sr. Jón Kristjánsson (II 326 og víðar), Sigfús á Skjögrastöðum (III 557), og margir fleiri. Einhljóðið a sem hér hefur myndazt úr œ getur orðið ö til samræmis við u-hljóðvarp, og eru dæmi þess í hdr. þjs. Þátíðarmynd- in í fleirtölu ötluöu fyrir „ætluðu“ kemur tvívegis fyrir í Brjáms sögu sem Árni Magnússon hefur skrifað „eftir Hildi Arngrímsdóttur í Hvammi anno 1707“ (þ. e. Hildi dóttur Arngríms lærða), og Jón Borgfirðingur skrifar þannig í sögunni af Jóku (I 278). Til einhljóðunar á tvíhljóðum má einnig telja rithátt Magnúsar Grímssonar, Sólvegu fyrir „Sólveigu“ (III114 tvisvar), en hins vegar ritar hann Sólveig í nefnifalli í sömu sögu tvisvar. I Islenzkum æfintýrum, sem þeir Magnús og Jón Árnason gáfu út 1852, er þessi sama saga prentuð með lítils háttar fráviki í orðalagi. Þar er rit- að Solveigu. Hljóðvilla Ekki sjást víða merki um hljóðvillu (samrugling á i — e eða u — ö) í hdr. þjs. Þó bregður slíku fyrir, t. d. hjá Ólafi í Purkey {ririr fyrir „rerir“, I 37—8, tvisvar), eg git fyrir „eg get“ í hdr. „úr Skorradal“ (II 310), líklega eftir Ragnheiði Guðmundsdóttur á Fitjum, en stafsetn- ing þess hdr. er mjög bágborin og gæti þetta verið penna- glöp fyrir giet. Sr. Benedikt á Brjánslæk skrifar tikið fyrir „tekið“ (lh. þt., 1182) og Sigurður í Möðrudal drip- 2

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.