Skákblaðið - 01.12.1936, Page 40

Skákblaðið - 01.12.1936, Page 40
84 SKAKBLAÐIÐ UM ÞÝZKT SKÁKLÍF EFTIR L. ENGELS Þegar skáksambandsstjórnin íslenzka bað mig fyrir stuttu síðan að skrifa nokkur orð um þýzkt skáklíf, fanst mér það ofur eðlilegt. Án efa fýsir marga íslenzka skákunnendur að heyra frá því. I eftirfarandi linum hefi ég reynt að skýra, eftir beztu getu, hvernig þýzku skáklííi er háttað, stefnu þess og þýðingu. Árið 1933, sem var svo þýðingarmikið fyrir Þýzkaland, kom skákmálunum, sem og allri meimingu, i betra liorf. 9. júli 1933 var aðalskáksamband Þýzkalands stofnað við það að öll þýzk skáksambönd sameinuðust, og þar nveð uppfyltist langþráð ósk allra rétthugsandi Jvýzkra skákmanna. Og nú sér sambands- stjórnin um að allir þýzkir skákkraftar stefni og' vinni að tak- markinu: Skák á að verða þjóðaríþrótt Þýzkalands. Aðalskáksambandið þýzka greinist í lands-sambönd. Þau aftur í minni sambönd eða hringi og héruð. 1 hverju héraði eru svo aftur félög, fá eða mörg eftir staðháttum. Sá sem er meðlimur í þýzku skákfélagi er um leið i aðalskáksambandinu ])ýzka. Félagatala þess er nú um 80 þúsuud. Aðalskáksambandinu er stjórnað eftir foringjareglunni. Þannig ber t. d. formaður eins skákfélags ábyrgð á öllum framkvæmdum í sínu félagi gagnvart því sambandi, sem það er í o. s. frv. Stærra sambandið stjórnar altaf þvi minna. Þar af leiðir að hægt er að þvinga bæði formann og félaga til hlýðni. Þó verða menn að athuga að sérhver gerist félagi af frjálsum vilja og án þess að vera þvingaður til þess. Nú verður erlend- um skákvinum ljóst, hversvegna allar framkvæmdir á þýzka skáksviðinu ganga svo fljótt fyrir sjer. Það sem áður tók mán- uði að koma í framkvæmd er nú hrundið af stað á mjög stutt- um tíma. Þannig var t. d. með auglýsingavikuna. Með mjög stuttum fyrirvara ákvað sambandsstjórnin að hafa auglýsinga- viku. Á 6 dögum átti að stofna til samtímaskáka, skákþinga, blindskáka o. s. frv. um gjörvalt Þýzkaland. Útvarpið, blöðin

x

Skákblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skákblaðið
https://timarit.is/publication/1555

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.