Fréttablaðið - 10.03.2021, Síða 1

Fréttablaðið - 10.03.2021, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —4 8 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 1 0 . M A R S 2 0 2 1 VIÐSKIPTI Mesta tap í rekstrar­ sögu járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga varð á síðasta ári, en tapið nam 2,2 milljörðum króna. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem Ísland sem rekur verksmiðj­ una, segir að miklar kostnaðar­ hækkanir vegna hærra raforku­ verðs og lágt afurðaverð hafi skilað þeirri niðurstöðu. „Landsvirkjun vill fá sambærilegt verð og aðrir raforkuframleiðendur í Evrópu. Það er skiljanlegt sjónar­ mið. Hins vegar viljum við líka fá sambærilegt verð og kaupendur í þeim löndum sem við berum okkur saman við, til að mynda í Noregi,“ segir Álfheiður. – thg / sjá Markaðinn Mesta tap í sögu Elkem VIÐSKIPTI Kaupverð bandaríska framtakssjóðsins Levine Leichtman Capital Partners (LLCP) á meirihluta hlutafjár Creditinfo Group, móður­ félags Creditinfo á Íslandi, samsvarar því að íslenska félagið sé verðmetið á allt að 30 milljarða króna, sam­ kvæmt heimildum Markaðarins. Stærsti hluthafi sjóðsins saman­ stendur af afkomendum stofnanda IKEA­keðjunnar. „Ég var í ökumannssætinu, færði mig yfir í farþegasætið og er núna kominn aftur í,“ segir Reynir Grét­ arsson, stofnandi Creditinfo, um aðkomu sína að félaginu eftir söluna. Eins og fram kom í tilkynningunni um kaupin í gær heldur Reynir sæti í stjórn og er jafnframt annar stærsti hluthafi félagsins eftir söluna. Reyn­ ir, sem átti fyrir 70 prósenta hlut, heldur eftir 35 prósenta hlut. Kaupverðið er trúnaðarmál en samkvæmt heimildum Markaðarins miðar það við að fyrirtækið sé í heild sinni metið á 20­30 milljarða króna – endanleg fjárhæð veltur á ákveðn­ um fjárhagslegum markmiðum – og má því ætla að virði hlutarins sem Reynir selur sé allt að 10 milljarðar. Creditinfo sérhæfir sig í miðlun fjárhags­ og viðskiptaupplýsinga og ráðgjöf tengdri áhættumati og áhættustýringu fyrirtækja. Fyrir­ tækið var stofnað á Íslandi 1997 og hjá því starfa rúmlega 400 manns í yfir 30 starfsstöðvum um allan heim. Höfuðstöðvarnar eru á Höfðabakka en minnkandi vægi starfseminnar á Íslandi og nýtt eignarhald gæti á endanum breytt því. „Vægi starf­ seminnar á Íslandi hefur minnkað hægt og rólega í gegnum tíðina og það mun væntanlega halda áfram,“ segir hann. Reynir steig til hliðar sem forstjóri fyrir meira en þremur árum eftir að hafa staðið í brúnni í tuttugu ár. „Það má segja að ferlið hafi hafist þá vegna þess að ef þú ert bæði eigandi og forstjóri þá geturðu ekki selt fyrirtæki nema með því að selja sjálfan þig með. Kaupendur vilja ákveðinn stöðugleika,“ segir Reynir. Fyrir um einu og hálfu ári hófst síðan leit að kaupanda, sem tafðist vegna kórónakreppunnar. Kaupandinn LLCP er með um 11,7 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði um 1.500 milljarða króna, í stýr­ ingu og hefur fjárfest í yfir 90 fyrir­ tækjum. Reynir segir að einn stærsti hluthafinn í sjóðnum sé sænska Kamprad­f jölskyldan, af kom­ endur Ingvars Kamprad, stofn­ anda IKEA­keðjunnar. „Þetta eru alvöru fjárfestar,“ bætir Reynir við. – þfh / sjá Markaðinn Fær risasummu fyrir Creditinfo Creditinfo Group er verðmetið á hátt í 30 milljarða króna af sjóðnum LLCP sem keypti meirihluta. Virði hlutar sem stofnandi seldi metinn á um 10 milljarða. Ég var í ökumanns- sætinu, færði mig yfir í farþegasætið og er núna kominn aftur í. Reynir Grétarsson, stofnandi Credit­ info VIÐSKIPTI Líftæknifyrirtækið Alvo­ tech hefur lokið fjármögnun að jafn­ virði 4,5 milljarða króna, en í þeim hópi sem leggur félaginu nú til fé eru íslenskir fjárfestar. Það er í fyrsta sinn sem innlendir fjárfestar, sem eru ekki hluti af stjórnendateymi félagsins, koma í eigendahópinn. Markaðsvirði Alvotech eftir þessa síðustu fjármögnun nemur um 2,4 milljörðum dala. Samtals hefur Alvo­ tech sótt sér um 100 milljónir dala í nýtt hlutafé á fjórum mánuðum. Með þeirri fjármögnun sem nú er lokið er talið að búið sé að tryggja rekstur fyrirtækisins fram að hluta­ fjárútboði og skráningu á markað erlendis á árinu. – hae / sjá Markaðinn Alvotech fær um fimm milljarða  Eftir heldur rólega daga í veðrinu er von á miklum breytingum sem fá fólk til að setja upp húfur og jafnvel vettlinga. Þetta ágæta fólk nýtti síðasta góðviðrisdaginn í bili til að viðra bæði börn og gæludýr í Hjómskálagarðinum. Veður- stofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir fjögur svæði þar sem vindur mun blása af norðri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.