Rit Mógilsár - 2020, Blaðsíða 3

Rit Mógilsár - 2020, Blaðsíða 3
Rit Mógilsár 3 Áhr Áhrif þéttleika við gróðursetningu á vöxt og viðgang 15 ára rússalerkis á Fljótsdalshéraði Lárus Heiðarsson, Bjarki Þór Kjartansson, Arnór Snorrason og Bjarni Diðrik Sigurðsson Útdráttur Mældur var vöxtur og viðgangur rússalerkis í 15 ára gömlum tilraunareitum, staðsettum á fjórum stöð­ um á Fljótsdalshéraði, sem gróður settir voru með mis mun andi upphafs þéttleika: 1.000, 2.000, 3.500 og 5.000 tré á hektara. Rússa lerki er sú trjá tegund sem mest er notuð í nytjas kógrækt á Norður­ og Austurlandi og vex vel á rýru og rofnu landi. Niðurstöðurnar sýna að lítil samkeppni var enn um vaxtar rými 15 árum eftir gróðursetningu, óháð gróður setningarþéttleika. Mikill munur var á vexti á milli staða sem skýrðist af ólíku skjólfari og jarðvegs skilyrðum á milli þeirra. Marktækur mun ur var á afföllum, meðalþvermáli og rúm máli meðaltrés á milli staða en ekki á milli upphafs þéttleika. Bæði afföll og fjöldi auka stofna minnk aði almennt með auknum upp hafsþéttleika. Einn ig sýndu niðurstöður að marktækur munur var á yfirhæð á milli staða og upphafsþéttleika. Fram tíðar vaxtar spá sem var gerð sýndi að aukinn upphafsþéttleiki (yfir 3.000 plöntur á hektara) skilar fyrst og fremst aukinni viðarframleiðslu í fáeina áratugi (und ir 35 árum) í upphafi vaxtarlotunnar. Aukinn trjá fjöldi leiddi til hærri stofnkostnaðar og kostn aðar vegna snemmgrisjunar en ekki aukn­ ingar á nettótekjum. Niðurstöður okkar benda til þess að hagkvæmasti upphafsþéttleiki í rækt un rússalerkis á Fljótsdalshéraði liggi á bilinu 2.500 til 3.000 plöntur á hektara. Til þess að fá nákvæmari niðurstöður væri nauðsynlegt að flétta saman ábata kolefnisbindingar og viðar nýtingar og meta þannig hámarksarðsemi ræktunarinnar. Einnig væri vert að rannsaka áhrif einingaverðs mismunandi afurða við val á ræktunarforskrift. Abstract [Effect of initial planting spacing on growth and via­ bility of 15 years old Russian larch in Fljótsdalshérað region in Northeast Iceland.] Growth measurements were done on 15 years old experimental plots of Russian larch (Larix sukac zewii Dyl.) planted at different initial stand densities: 1.000, 2.000, 3.500 and 5.000 seedlings per hectare at four locations in Fljótsdalshérað in eastern Iceland. Russian larch is the most used tree species in forestry in northern and eastern Iceland and grows well on eroded and infertile soils. The results showed that little competition had begun for growing space 15 years after planting, irrespective of planting densi­ ty. There were large differences in growth between the locations, which was explained by differences in growing conditions. There was a statistical differ­ ence in mortality, mean diameter and average tree volume between locations but not between stand density treatments. Increased planting density re­ sulted in lower mortality and fewer extra stems. The results also showed statistical difference in domi­ nant height between both locations and treatments. Growth models that were used to calculate growth over one rotation, showed that increased planting density only increased volume production at ear­ ly stages (<35 years). Increased planting density (>3.000 seedlings per hectare) increases the planting cost and precommercial thinning but not the profit­ ability. Our results indicate that the optimal plant­ ing density for larch in Fljótsdalshérað is between 2.500–3.000 seedlings per hectare. In order to obtain more accurate results, it would be necessary to com­ bine the benefits of carbon sequestration and wood utilization, thus assessing the maximum yield of the forest. It would also be worthwhile to investigate the effect of unit prices of different products on the selection of a management system.

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.