Rit Mógilsár - 2020, Blaðsíða 11

Rit Mógilsár - 2020, Blaðsíða 11
Rit Mógilsár 11 7. mynd. Meðalafföll meðferða og tilraunastaða og meðal tal fyrir hvern stað (dökk- grænn stöpull). STU er skamm stöfun á Sturluflöt, MJO fyrir Mjóanes, HJA fyrir Hjartar- staði og LST fyrir Litla-Steinsvað. Tölurnar á eftir skammstöfun á x-ás eru meðferðar- þéttleiki trjáa á hektara og tölur fyrir of an stöplana sýna afföll fyrir hverja meðferð. Upphafstrjáfjöldi á mæliflötunum í Mjóanesi var heldur lægri en viðmiðunarþéttleikinn í öll um með­ ferðum nema meðferð 5000 þar sem hann var 6% umfram viðmiðunarþéttleikann (6. mynd). Í Mjóanesi voru að meðaltali 8% afföll og voru afföllin svipuð í öllum þéttleikameðferðum (7. mynd). Í Mjóanesi stóðu við mælingu held ur færri tré á hektara en lagt var upp með í öll um meðferðum samanborið við viðmiðunar þéttleikann, en þó sérstaklega í með­ ferð inni 2000 þar sem einungis stóðu eftir 1.150 tré á hektara (6. mynd). Í Mjóanesi var hlutfall lerki­ trjáa með aukastofna að meðaltali 24% og einn ig þar virtist hlutfall aukastofna minnka með auknum upphafsþéttleika (9. mynd). Á Hjartarstöðum var upphafstrjáfjöldi á mæliflöt­ unum lítillega hærri en viðmiðunarþéttleik inn í öll um meðferðum, eða 9% að meðaltali (6. mynd). Að meðaltali voru afföll á Hjartar stöðum 12% og minnkuðu almennt með aukn um þéttleika (7. mynd). Í dag standa færri tré á mæliflötunum í með ferðum 1000, 2000 og 5000 samanborið við við miðunar­ þéttleikann en aðeins rúmlega í með ferð 3500 (6. mynd). Hlutfall aukastofna á Hjartarstöðum var svip að og á Sturluflöt, eða 12% að meðaltali, og hlut fallið minnk­ aði almennt með auknum upp hafs þéttleika eins og á hinum stöðunum (9. mynd). Á Litla­Steinsvaði var upphafstrjáfjöldi á mæliflöt­ unum lægri í öllum meðferðum saman bor ið við við­ mið unarþéttleikann og jókst mun ur inn með aukn­ um þéttleika (6. mynd). Munurinn var 5%, 11%, 19% og 24% fyrir meðferðir 1000­5000. Á Litla­Steins vaði voru afföll hæst af öllum tilrauna stöðunum, eða 30% að meðaltali (7. mynd). Líkt og annars staðar minnkuðu hins vegar afföllin hlutfallslega með auknum þéttleika. Ástæðu mikilla affalla í meðferð 1000 má rekja til þess að annar mæliflöturinn í reitnum lenti í frost­ polli þar sem næstum öll tré höfðu þurrk ast út og eftir stóðu einungis 150 tré á hektara. Við mælingu 2017 stóðu færri tré í öllum með ferðum á Litla­ Steins vaði saman borið við við miðunarþéttleikann, eða á bilinu 34% til 22% færri (6. mynd). Hlutfall trjáa með aukastofna var að jafnaði 30% og það minnkaði almennt með auknum þéttleika eins og á hinum stöð unum (9. mynd). Að meðaltali voru afföllin 15% í tilrauninni allri (7. mynd) og marktækur munur var á milli staða (ANOVA: F­gildi=5,46, df=3, p=0,0089) en Litla­Steins­ vað var mark tækt frá brugðið hinum stöð un um. Ekki var mark tækur munur á milli ein stakra með ferða. Eins og áður hefur verið sagt var tilhneiging til þess að hlutfall aukastofna (HAS) minnkaði með aukn um trjáfjölda, þó ekki væri það alveg algilt milli ein­ stakra meðferða (9. mynd). Við töl fræði greiningu á gögnunum kom þó í ljós að það var mark tækt samband á milli með ferð anna (ANOVA: P=0,0411, r2=0,13; HAS = 3899,6 – 38,6 x F). Marktækur munur var einn ig á milli staða (ANOVA: F­gildi=4,47, df=3, p=0,0184) og var Sturluflöt með marktækt hærra hlut fall auka stofna en hinir staðirnir þrír eða 40% á móti 24%. 4 15 13 11 11 8 9 7 6 8 17 16 11 6 12 45 32 25 19 30 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 A ff ö ll %

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.