Rit Mógilsár - 2020, Blaðsíða 16

Rit Mógilsár - 2020, Blaðsíða 16
16 Rit Mógilsár þrjár spár (engin, ein eða tvær grisjanir) fyrir hverja meðferð og einnig var skoð að hvaða áhrif það hefði að sleppa snemm grisj un í meðferðum 3500 (3500ES) og 5000 (5000ES). Að öðru leyti var gert ráð fyrir sama fjölda grisjana og hjá öðrum meðferðum. Í flestum tilfellum minnkaði kolefnisbinding við grisj anir að undanskilinni meðferð 5000ES þar sem kolefnis bindingin jókst við eina grisjun. Mest bind ing átti sér stað í meðferð 3500ES þar sem að meðal tali stóðu 3.383 tré á hektara við 15 ára aldur og hún hvorki snemmgrisjuð né grisjuð (18. mynd). Vaxtar lotan fyrir þessa meðferð var 47 ár og trjáfjöldi í enda lotunnar 2.339 tré á hekt ara. Þar var því gert ráð fyrir að 1.044 tré á hektara dræpust vegna sjálfgrisjunar (4. tafla). Miðað við þær forsendur sem notaðar voru kom í ljós að meðallotulengdin fyrir mismun andi með ferð ir var á bilinu 47–53 ár og trjáfjöldi í enda lot unnar á bilinu 866–2.015 tré á hektara (ha), óháð meðferð og fjölda grisjana (4. tafla). 16. mynd. Kolefnisforði í lífmassa ofanjarðar, tonn C á hekt ara eftir 15 ára vöxt eftir stöðum og meðferðum. STU er skamm stöfun fyrir Sturluflöt, MJO fyrir Mjóanes, HJA fyrir Hjartar staði og LST fyrir Litla-Steinsvað. Tölur á eftir skammstöfun á x-ás eru meðferðarþéttleiki trjáa á hektara og tölur fyrir ofan stöplana sýna standandi kolefnisforða á hektara fyrir hverja meðferð. Snemmgrisjun Að loknum trjámælingum var helmingurinn af með ferð um 3500 og 5000 snemmgrisjaður á öllum stöð um nema á Litla­Steinsvaði, en þar voru þó all ir auka stofnar sagaðir af. Eins og sést á 17. mynd var um helm ingur af standandi rúmmáli felldur, nema á Litla­Steinsvaði. Mest af felldu efni var mjög smátt og ekki nýtan legt og því látið liggja eftir í skógin­ um eins og ven ja er í snemm grisjun. Miðað við þær for sendur sem hér voru notaðar þá er kostn aður á hvern felldan rúmmetra í meðferð 3500 rúmlega 14.000 kr. og fyrir meðferð 5000 um 24.000 kr. Spá um framtíðar kolefnisbindingu Eftir snemmgrisjun var gerð framtíðar viðar vaxtar­ spá fyrir umhirðumeðferðirnar. Í 4. töflu er sýndur meðal trjáfjöldi á hektara í hverri með ferð, óháð stað setningu, sem notaður var í fram tíðar spánum. Í spánni var hámarkaður fjárhags leg ur ávinningur (NPV) af ræktuninni yfir eina vaxtar lotu. Gerðar voru Meðferð Trjáfjöldi á hektara í byrjun lotu Trjáfjöldi á hektara í enda lotu Lotulengd Meðaltal árlegs vaxtar, m3 á hektara 1000 937 866 51 3,7 2000 1.637 1.423 47 4,1 3500 1.684 1.501 49 4,1 5000 2.428 1.867 51 5,0 3500ES 3.383 2.015 47 5,5 5000ES 5.225 1.987 53 5,2 4. tafla. Meðaltrjáfjöldi á hektara (ha) í byrjun og enda framtíðarspárinnar ásamt meðallotulengd og meðaltali árlegs vaxt- ar fyrir mismunandi meðferðir. 1,9 4,0 11,4 12,3 3,8 5,5 13,0 23,3 2,7 9,3 16,6 23,1 1,1 1,8 3,1 5,4 0,0 5,0 10,0 15,0 20,0 25,0 To n n C á h ek ta ra To n n C á h ek ta ra

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.