Rit Mógilsár - 2020, Page 22

Rit Mógilsár - 2020, Page 22
22 Rit Mógilsár ferðar reita, og mælifletirnir því breytilegir, frekar en að rangur fjöldi plantna hafi verið gróðursettur í reit ina í heild í upphafi. Það styður þessa skoðun að Bjarni Diðrik (2011) og Þórveig (2012), sem notuðu aðra 100­200 m2 mæli fleti innan sömu meðferða, skuli hafa fengið aðrar þéttleikaniðurstöður. Afföll Mismikil afföll voru á milli tilraunastaðanna, frá 8% upp í 30% að meðaltali milli svæða, en 15% að meðal­ tali í allri tilrauninni. Bjarni Diðrik Sigurðsson (2011) fylgdist með afföllum á föstum reitum frá upp hafi til ársins 2010 í 3500­meðferðinni á öll um tilrauna­ stöðunum nema í Mjóanesi. Athug anir Bjarna eru í takt við niðurstöður þessarar rann sóknar. Afföllin á Litla­Steinsvaði voru hins vegar metin held ur minni 2010, um 18% í stað 25% árið 2017. Það er í samræmi við niðurstöður Bjarna Dið riks að þar voru afföll ekki búin árið 2010. Ef þessar niðurstöður eru bornar saman við úttektir á lifun sem Sigrún Sigurjónsdóttir (1993) og Valdimar Reynisson (2008) gerðu á Fljótsdals héraði, voru þau ekki óeðlilega mik il og jafnvel heldur minni en niður stöður þeirra gáfu til kynna. Afföllin voru að meðaltali um 20% í úttekt Sigrúnar og um 30% í úttekt Valdi mars. Aukastofnar Mjög algengt er að lerki myndi aukastofna og ástæð ur þess geta verið margvíslegar. Plöntur geta verið bitnar af fé, hreindýr skemma 1­3 metra há tré sem þau nota til að klóra sér á horn unum, í hvössum vindi getur skafrenningur eða sand fok skemmt börk trjáa eða þá að plönt ur kelur niður í rót af völdum frosts. Þessi áföll valda því að tréð setur ný brum sem byrja þá að mynda toppa eða að hliðargreinar byrja að gera það sama. Aukastofnar eru til trafala við millibilsjöfnun og grisjun, hvort sem það er gert af manni með keðjusög eða skógarhöggsvél. Að auki leiðir hátt hlutfall auka stofna til minni arðsemi ræktunarinnar vegna þess að bolirnir verða rúmmálsminni og oft það litlir hver um sig að trén skila eng um afurðum. Þetta geta verið þyrpingar af smástofnum, tveir eða fleiri saman og allir stofn ar að svipaðri stærð eða þyrping af stofn um sem hefur aðalstofn með einum eða fleiri auka stofnum af mis­ munandi stærðum. Það er mikil vægt að við millibils­ jöfnun séu þessir stofnar fjar lægðir þannig að upp af hverri rót vaxi aðeins einn stofn. Þessi rannsókn sýndi að með auknum þéttleika minnkar hlutfall aukastofna (8. mynd). Allavega tvær ástæður geta valdið því. Sú fyrri er að með auknum þéttleika eykst sjálfskjólið, þ.e. með auknum þétt­ leika eykst skjólið af hverri plöntu sem minnkar skemmdir á berki af völd um skaf rennings sem leiðir til myndunar aukastofna. Seinni ástæðan er að með auknum þéttleika skógarins minnkar það ljósmagn sem nær nið ur í skóginn, hægir á vexti aukastofna og drep ur eitthvað af þeim að lokum. mál trjáa eykst (Lárus Heiðars son og Loftur Jóns son 2004). Ekki kom fram mark tækur munur á bolrúm­ máli meðaltrjáa milli þéttleikameðferða (11. mynd). Í rannsókn Þórveigar Jóhannsdóttur (2012) kom held­ ur ekki fram marktækur munur á rúmmáli meðal­ trjáa á milli meðferða, en þá var marktækur mun­ ur á milli staða líkt og í rannsókn okkar. Þá hafði Mjóa nes rúmmálsmestu trén og ekki var mark tækur munur á milli Sturluflatar og Hjartar staða né á milli Sturluflatar og Litla­Steinsvaðs. Þetta hefur breyst og við 15 ára aldur var marktækur munur á milli allra staða nema Mjóaness og Hjartar staða. Áhrif upphafsþéttleika á framleiðni Að jafnaði jókst standandi viðarmagn eftir því sem þéttar var gróðursett, eins og búast má við í ung­ skógi, en meðaltrjástærð og trjá fjöldi hafði tölu verð áhrif á niðurstöðurnar (13. mynd). Spá lík an af vaxtar­ ferli rússalerkis spáir að vöxtur muni við haldast fram yfir 30 ára aldur en þá muni hann byrja að dala (Lárus Heiðarsson og Pukkala 2012). Af þess um sökum er betra að skógurinn sé snemm grisjaður svo að vaxtar­ og gæðamestu ein stak ling arnir hafi gott pláss til þvermálsvaxtar ef til gangur ræktunar innar er framleiðsla á efni til flett ingar. Áhugavert er að á Sturluflöt og á Litla­Steins vaði var hlutfallslega aukningin í vaxtarhraða eftir 2011 svipuð og á hinum stöðunum, 133% og 122%, en vegna hægari vaxtar þar í upphafi dreg ur stöðugt í sund ur með stöðunum í stand andi viðarmagni. Meðal vöxtur inn frá 2002 var ekki nema 0,9 m3 á hektara og ári á Sturluflöt og 0,3 m3 á hektara og ári á Litla­Steinsvaði (14. mynd). Þar sem vaxtar hraði skóga er almennt veldis vöxtur í upp hafi vaxtarlotu (Smith o.fl. 1997, Lárus Heiðars son og Pukkala 2012) kom þetta ekki á óvart. Ef 12. mynd er skoðuð sést að viðarframleiðslan á Sturluflöt í meðferð 3500 var 95% af fram leiðslu með ferðar 5000. Þetta háa hlutfall kem ur á óvart. Lík legustu skýringarnar á þessum mun eru að í með­ ferð 5000 var meðaltréð tals vert minna en í með ferð 3500 og þrátt fyrir tals vert meiri fjölda trjáa í með­ ferð 5000 (6. mynd) eykst rúmmálið ekki sem neinu nemur vegna smæðar trjánna. Munur á rúmmáli á milli meðferða 2000, 3500 og 5000 var um 30% að jafnaði fyrstu 15 árin, en aðeins um 10% á milli meðferða 1000 og 2000 (13. mynd). Viðmiðunarþéttleiki Misjafnt var á milli staða hversu nærri viðmiðunar­ þétt leikanum gróðursett var í upphafi í mælifletina. Á Litla­Steinsvaði og í Mjóanesi var þétt leikinn undir viðmiðunarþéttleika í öllum með ferðum. Á Hjartarstöðum náði meðferð 3500 viðmiðunar­ þéttleika en aðrar meðferðir voru undir honum. Á Sturluflöt voru hins vegar gróðursettar fleiri plöntur en viðmiðunar þétt leik inn í öllum mæliflötum. Við teljum að þessi munur stafi fremur af því að gróður­ setning arnar voru ekki alveg jafnar innan með­

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.