Rit Mógilsár - 2020, Blaðsíða 10

Rit Mógilsár - 2020, Blaðsíða 10
10 Rit Mógilsár Þegar borin er saman mæld yfirhæð í rannsókn Þór­ veigar Jóhannsdóttur (2012) og í þessari rannsókn má sjá að mjög góður hæðarvöxtur hefur verið í LT­ tilrauninni á flestum stöðum undanfarin sex ár (5. mynd). Yfirhæðarvöxtur var minnstur á Litla­Steins­ vaði, að meðaltali 23 sm á ári, 40 sm á Sturluflöt og 46 og 48 sm í Mjóanesi og á Hjartarstöðum (5. mynd). 5. mynd. Breytingar á yfirhæð fyrir árabilið 2011-2017. Meðal t al allra meðferða á hverjum stað. Tölur fyrir ofan stöpla sýna hæð viðkomandi meðferðar. Trjáfjöldi, áætluð afföll og aukastofnar Óvæntar niðurstöður fengust á Sturluflöt. Þar var upphafstrjáfjöldi á öllum mæliflötum og í öll um meðferðum metinn hærri en viðmiðun ar þéttleik­ inn (6. mynd). Í meðferð 1000 var hann 20% hærri, hann var 23% hærri í með ferð 2000, 18% hærri í með ferð 3500 og 26% hærri í með ferð 5000 (6. mynd). Afföll á Sturluflöt voru að meðaltali 4% til 15% milli þéttleikameðferða og minnkuðu almennt með auknum þéttleika nema hvað meðferð 1000 hafði minnstu afföllin (7. mynd). Þrátt fyrir afföllin á Sturluflöt stóðu þar við mælingu 2017 fleiri tré á hektara en til stóð í upphafi (6. mynd). Á Sturluflöt var fremur hátt hlutfall lerkitrjáa með aukastofna, eða að meðaltali 40% (8. mynd), en hlutfallið minnk­ aði almennt með auknum þéttleika (9. mynd). 0 1000 2000 3000 4000 5000 6000 7000 STU 1000 STU 2000 STU 3500 STU 5000 MJO 1000 MJO 2000 MJO 3500 MJO 5000 HJA 1000 HJA 2000 HJA 3500 HJA 5000 LST 1000 LST 2000 LST 3500 LST 5000 Viðmiðunarþéttleiki/tré/ha Fjöldi aðalstofna 2017 tré/ha Upphafsþéttleiki/tré/ha 6. mynd. Samanburður á viðmiðunarþéttleika, upphafs þétt leika við gróðursetningu og mældum trjáfjölda árið 2017. STU er skammstöfun fyrir Sturluflöt, MJO fyrir Mjóanes, HJA fyrir Hjartarstaði og LST fyrir Litla-Steinsvað. Tölurnar á eftir skammstöfun á x-ás eru meðferðarþéttleiki trjáa á hektara. Tr já fj ö ld i á h ek ta ra 2 2,4 2,1 1,7 4,4 5,1 5,0 3,0 0 1 2 3 4 5 6 Mjóanes Hjartarstaðir Litla­Steinsvað H æ ð m et ra r

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.