Rit Mógilsár - 2020, Blaðsíða 4

Rit Mógilsár - 2020, Blaðsíða 4
4 Rit Mógilsár Inngangur Rússalerki (Larix sukaczewii Dyl.) er sú trjáteg und sem mest hefur verið notuð í skógrækt á Fljóts dals­ héraði. Á árabilinu 1991 til 2011 voru gróður sett ar yfir 13 milljónir rússalerkiplantna á vegum Héraðs­ og Austurlandsskóga (Hér aðs skógar 2011). Upp haf rækt­ unar rússa­ og síberíulerkis (Larix sibirica Ledeb.) á Fljóts dals héraði má rekja aftur til ársins 1913 þeg ar fræ þessara tegunda var fyrst flutt inn og sáð á Hall­ ormsstað, en fyrstu stóru gróður setningarnar voru gerðar á árunum 1937 í svonefndan Atla víkurlund og árin 1938 og 1939 innan við Atlavík í svonefndan Guttormslund (Þröst ur Eysteinsson 2008). Árangurinn af þessum gróðursetningum var góður og segja má að Hallormsstaður sé vagga lerki rækt­ unar á Íslandi. Talsverðar rann sókn ir hafa verið gerð ar á vexti rússa­ og síberíu lerkis á Fljóts dals­ héraði en þær hafa að mestu farið fram á Hallorms­ stað og í næsta ná grenni (Sigurður Blöndal 1953, Sigurður Blöndal 1957, Þórarinn Benedikz 1975, Arnór Snorrason 1986, Lindhagen 1990, Lárus Heiðarsson 1998, Lárus Heiðarsson og Loftur Jónsson 2004, Agnes Brá Birgisdóttir 2005, Valdimar Reynisson 2007, Brynhildur Bjarnadóttir 2007, Brynhildur Bjarna dóttir o.fl. 2009, Pesonen o.fl. 2009, Bjarni Dið rik Sigurðs­ son 2011, Lárus Heiðarsson og Pukk ala 2011, Lárus Heiðars son og Pukkala 2012, Þór veig Jóhannsdóttir 2012, Þórveig Jóhanns dóttir o.fl. 2013). Þekking á vexti trjátegunda er grundvöllur fyrir því að réttar leiðbeiningar séu gefnar um upphafs þétt­ leika gróðursetninga og tímasetningu á grisjunum. Þær skipta miklu máli varðandi verðmætasköpun og hagkvæmni skógræktar til viðarnytja. Aukinn upphafsþéttleiki getur tryggt skógareiganda fyrir mögulegum afföllum og leiðir til aukins vaxtar­ hraða trjánna í upphafi vaxtarlotu vegna betri skjól­ myndunar (Þórveig Jóhannsdóttir o.fl. 2013). Aftur á móti hefur mik ill fjöldi gróðursettra plantna í för með sér hærri gróður setningarkostnað og hærri kostn að við snemmgrisjun ef hún er valin. Að sama skapi leiðir of lítill trjáfjöldi, til dæmis eftir mik il afföll, til minni framleiðni á hektara og e.t.v. minni verðmæta í viðarframleiðslu þó að kostnað ur við millibilsjöfnun eða grisjun sé lægri en í þéttari skógi. Því skiptir miklu máli að leið bein ing ar um upphafs­ þéttleika gróður setningar séu byggðar á vísindalegri þekkingu en ekki tilfinningum eða hefðum. Með réttri grisjun er átt við að tímasetning hennar, ásamt fjölda grisjana, leiði til þess að hlutfall afurða sem gefa mestar tekjur verði sem hæst. Það er því fjárhagslegur ávinningur að því að þekking á þessum þáttum sem hér er lýst sé góð hérlendis. Þekking á vexti skóga gef ur einnig þeim sem áhuga hafa á að fjárfesta í skógrækt betri grundvöll til ákvarðanatöku. Auk beins fjárhagslegs ávinnings er þekking á vexti skóga mjög mikilvæg, sérstaklega nú, þar sem trjávöxtur stuðlar að mildun loftslags­ breytinga með bindingu kolefnis í trjáviði og í jarð­ vegi (Owona 2019). Upplýsingum um vöxt skóga er oftast safnað með vöktun á föstum mæli flöt um. Með föstum mæliflötum er átt við trjá mælifleti sem eru endurmældir með ákveðnu árabili alla vaxtar lotuna. Árið 2002 var skipulögð ný tilraun á fjór um stöð um á Fljóts dalshéraði þar sem rússa lerki var gróður­ sett með mis munandi þétt leika: 1.000, 2.000, 3.500 og 5.000 tré á hekt ara. Þétt leika tilraun in er hluti af stærra verk efni sem kallað er Langtíma tilraunin (LT­ til raun in). Hún er samstarfsverkefni Skóg ræktar innar og Land búnaðar háskóla Ís lands og var komið á fót með stuðningi land bún aðar ráðu neytis ins, Héraðs­ skóga og Landgræðslu ríkisins. LT­tilraunin er lang­ tíma rannsóknar verkefni í skógrækt og var sett upp bæði á Suður­ og Austurlandi. Markmið hennar er að útbúa framtíðaraðstöðu til ýmissa skóg ræktar­ rannsókna og meðal ann ars að rannsaka áhrif tegunda blöndunar, áburðar gjafar og upphafs­ þéttleika á fram leiðni skógarins, þ.m.t. lífmassavöxt, viðar vöxt og viðar gæði, en einnig á lífríki skógarins (Bjarni Diðrik Sigurðsson o.fl. 2006). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort kominn væri fram mælanlegur munur í viðarmagni, lífmassa og kolefnisforða í skóg inum 15 árum eftir gróðursetningu, og ef svo, hvort hann væri breyti­ legur eftir upphafs þétt leika annars vegar og stað­ setningu á Fljóts dals héraði hins vegar. Auk þessa var aflað grunngagna um tilraunareiti þar sem lerki var gróðursett með mis mun andi upphafs þétt leika áður en þeir væru grisjaðir. Þannig var mikilvægum gögnum safnað um ástand skógarreitanna fyrir snemm grisjun, sem fram fór í kjölfarið (2018), og um áhrif mis mikils þétt leika á upphafsvöxt og kol efnis­ bindingu skóganna. Gert er ráð fyrir að reitirnir verði síðan endurmældir með allt að 5 ára millibili næstu 60­100 árin eða til loka vaxtarlotu þeirra. Efni og aðferðir Tilraunin var sett út á þessum stöðum á Aust ur landi: Sturluflöt í Fljótsdal, Mjóanesi á Völl um, Hjartar stöð­ um í Eiðaþinghá og Litla­Steinsvaði í Hróars tungu (1. mynd). Staðirnir eiga að endur spegla langskurð af Fljóts dals héraði varðandi skógræktarskilyrði og algeng ustu land gerðir í lerkirækt. Á Sturluflöt var gróður sett í jarð grunn an mel í miðri hlíð á milli 150 og 190 m h.y.s. Í Mjóanesi var gróðursett í jarð djúpan fjall­ drapamóa ofarlega í brekku á milli 110 og 130 m h.y.s., á Hjartar stöðum í jarðdjúpan fjall drapa móa neðarlega í brekku á milli 50 og 65 m h.y.s. og á Litla­Steinsvaði var gróðursett í jarð djúp an fjalldrapa móa ofan á háum ás á milli 60 og 70 m h.y.s. Allir tilraunareitirnir voru jarðunnir með vélflekkingu nema á Sturluflöt þar sem jarðvinnsla var óþörf vegna lítillar gróðurþekju. Tekin voru saman hitafarsgögn frá Hallorms stað, Egils­ stöðum og Svínafelli fyrir árin 2005­2011, en ekki eru til lengri samanburðarhæfar mæliseríur fyrir þessa staði (1. tafla). Staðsetn ing veðurstöðva sést á 1. mynd (gulir hringir).

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.