Rit Mógilsár - 2020, Blaðsíða 14

Rit Mógilsár - 2020, Blaðsíða 14
14 Rit Mógilsár andi trjáfjölda (12. mynd). Á 13. mynd sést hlutfalls­ legur munur í viðar magni á milli með ferða á hverjum stað. Meðferð 1000 fram leiddi að meðaltali 19% af rúmmáli borið saman við meðferð 5000, með ferð 2000 fram leiddi að meðaltali 32% og með ferð 3500 fram leiddi 70% samanborið við meðferð 5000 (13. mynd). Meðalársvöxtur breyttist á sama hátt og viðar magn á milli staða og þéttleika meðferða eins og eðlilegt er þar sem allir reitirnir eru jafnaldra (14. mynd). Við aðhvarfsgreiningu kom fram há marktækur munur á milli meðferða (P=0.0001, r2=0.499; Meðalársvöxtur=1076,5 x F + 1643,1) eins og vænta mátti. Hæsta meðaltal árlegs vaxtar hraða mældist í 5000­meðferðunum í Mjóa nesi og á Hjartar stöð­ um, eða 3,2 m3 á hekt ara og ári. Í reitunum með minnstum þétt leika á gróskuminni stöðunum var ársvöxtur rétt svo orðinn mælanlegur eftir 15 ár (14. mynd). Ef meðalviðarmagn allra meðferða á hverjum stað er reiknað út og það borið saman við niður stöður Þórveigar Jóhannsdóttur (2012) frá ár inu 2011 sést að mikil aukning hefur orðið eða rúmlega ní földun á standandi viðar forða, að jafnaði 15,4 m3 á hekt ara (15. mynd). Meðaltal árlegs vaxtar í Mjóanesi var 1,5 m3 á hekt­ ara og á Hjartarstöðum 1,8 m3 á hektara fyrstu 15 árin (15. mynd). Síðustu 6 árin hefur vaxtarhraðinn þar aukist að jafnaði um 127% og var hlaupandi vöxt ur í Mjóanesi 3,4 m3 á hektara og ári og á Hjartar stöðum 4,1 m3 á hekt ara og ári (15. mynd). 3,4 7,3 21,7 22,7 7,8 11,2 26,1 47,5 5,4 19,3 33,7 47,5 2,0 3,2 5,6 10,1 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 R ú m m ál m 3 / h a 15 32 95 100 16 23 55 100 11 41 71 100 20 32 56 100 19 32 70 100 0 20 40 60 80 100 120 Pr ó se n tu r % 12 mynd. Standandi bolrúmmál (viðarmagn) á hektara á milli staða og meðferða. STU er skammstöfun fyrir Sturlu flöt, MJO fyrir Mjóanes, HJA fyrir Hjartarstaði og LST fyrir Litla- Steins vað. Tölurnar á eftir skammstöfun á x-ás eru með ferð ar þéttleiki trjáa á hektara og tölur fyrir ofan stöpl ana sýna standandi rúmmál á hektara fyrir hverja meðferð. 13. mynd. Hlutfall viðarmagns á milli meðferða á hverj um stað miðað við meðferð 5000 sem 100%. STU er skamm stöf un fyrir Sturluflöt, MJO fyrir Mjóanes, HJA fyrir Hjartarstaði og LST fyrir Litla-Steinsvað. Tölurnar á eftir skammstöfun á x-ás eru meðferðarþéttleiki trjáa á hektara og tölur fyrir ofan stöplana sýna hlutfall viðarmagns fyrir hverja meðferð. Pr ó se n tu r % R ú m m ál m 3 á h ek ta ra

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.